Kara Gautadóttir vann í dag til bronsverðlauna í unglingaflokki -57 kg á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem er fram á Málaga á Spáni.
Kara vann brons í samanlögðu með 362,5 kg, og rétt missti af silfrinu sem Anatasiia Nakenechna frá Úkraínu hirti.
Kara lyfti lyfti 145 kg í hnébeygju og vann brons í greininni. Hún vann til silfurverðlauna í bekkpressu með því að lyfta 80 kg. Það var raunar eina gilda lyftan hennar í bekkpressunni.
Kara lyfti svo 137,5 kg í réttstöðulyftu og 362,5 kg í samanlögðu eins og áður sagði.
Í gær gerði Sóley Jónsdóttir sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í +84 kg flokki telpna. Það gerði hún með nýju Íslandsmeti í samanlögðum árangri í opnum flokki, 527,5 kg.
Kara vann til bronsverðlauna á Málaga
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
