Þingmenn létu Pál Magnússon heyra það við upphaf þingfundar: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessum viðbrögðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2017 14:42 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðiflokksins og formann atvinnuveganefndar, heyra það við upphaf þingfundar í dag. Mátti skilja það á þingmönnum að Páll hefði lagt það til á fundi nefndarinnar í morgun að stjórnarandstaðan myndi draga til baka þau þingmál sín sem snúa að fiskveiðistjórnunarkerfinu á meðan þverpólitísk nefnd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, væri að störfum en henni er ætlað að fjalla um gjaldtöku í sjávarútvegi. „Að málefnastaðan sé orðin þannig að menn séu handvirkt að reyna að fækka málum á dagskrá og stinga upp á því við minnihlutann hér á þinginu að draga mál til baka sem tengjast þessum málaflokki finnst mér algjörlega út í hött og ekki boðleg vinnubrögð og ég geri þess vegna miklar athugasemdir við það,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var heldur ekki sáttur:Það er óboðlegt að beðið sé um það mál séu tekin af dagskrá og út af hverju? Vegna þess að það eigi að ræða þau í nefnd sem að ráðherra hefur skipað. Er það þannig að þingmenn og er það skilningurinn á þingræðinu að þingmenn eigi að draga sig inn í hýði og leggja niður skottið og bíða bara eftir því hvað nefndir úti í bæ ákveða? Við lítum svo á að þetta mál sé innlegg í þessa umræðu og við krefjumst þess að það verði tekið á dagskrá. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, tók undir þessi orð og sagði það óboðlegt að ráðherrar gætu skipað nefndir og svo kæmu samherjar þeirra í ríkisstjórn og bæðu fólk um að draga sín mál til hliðar. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaðst líta svo á að formaður nefndarinnar hefði þarna farið á undan sér, eins og hún orðaði það.Svandís Svavarsdóttirvísir/daníelSagði um mjög alvarlega misbeitingu valds að ræða „Ég vænti þess að forseti fari yfir þetta með formanni nefndarinnar og þeim ráðherra sem um ræðir og leiðrétti þetta og komi mönnum í skilning um það að þingið heldur áfram sínum störfum óhóð þeim nefndum ráðherra sem eru að störfum hverju sinni,“ sagði Svandís. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að það væri skrýtið að vera í þingsal og ræða „um mjög alvarlega misbeitingu valds frá meirihlutanum og þeir þingmenn sem um málið fjalla sitja og hlæja að þeim þingmönnum sem gagnrýna þessi vinnubrögð. Mér finnst það eiginlega til háborinnar skammar.“ Sagðist Birgitta óska þess að formaður nefndarinnar myndi átta sig á því að hægt væri að fyrirgefa „einhvers konar nýherjabrag á stjórn á nefnd en ég vonast til að háttvirtur formaður nefndarinnar sjái villu síns vegar.“Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmÞá sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, að hún héldi að þetta hlytu að vera byrjendamistök hjá formanni nefndarinnar. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var harðorðari:Maður veit ekki alveg hvað maður á að segja. Við erum hér á Alþingi Íslendinga og í mikilvægri nefnd eins og atvinnuveganefnd þá fer stjórnin fram á það að stjórnarandstaðan dragi til baka sín mál á meðan einhver nefnd á vegum ráðherra er að ræða málin. Hvaðan kemur þetta? Þetta er svo mikið endemis bull að það hlustar enginn á svona vitleysu en það er auðvitað rétt að benda á þetta og vara við því þegar á að vega að lýðræðinu með þessum hætti. Þetta er rosalegt bull.Bara spurning til nefndarmanna Páll Magnússon, títtnefndur formaður atvinnuveganefndar, kom svo í pontu og virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. „Já, það má nú væntanlega kenna sko og rétt er að ég er nýgræðingur í þinginu, það er mikið rétt, en á dauða mínum átti ég von en ekki þessum viðbrögðum. Ég taldi þetta mál hafa verið rætt í friði og ró og spekt. Ég spurði á fundi atvinnuveganefndar í morgun hvort að nefnarmenn litu svo á að með skipun þessarar þverpólitísku nefndar í gær að það ætti að hafa áhrif á framgang þeirra mála sem snúa að fiskveiðikerfinu og eru inni til umfjöllunar i atvinnuveganefnd. Um þetta áttum við bara friðsamlegar viðræður. Þetta var engin krafa af minni hálfu og ekki heldur tillaga af minni hálfu heldur spurning til þeirra sem málið snerti til nefndinni. Um þetta var rætt í friði og spekt í nefndinni í morgun. Síðan hrökkva allir í kút hér, að minnsta kosti, ég þá eru komnar hér upp einhver slagorð og yfirlýsingar um misbeitingu valds og ég veit ekki hvað. Þetta var bara spurning til nefndarmanna,“ sagði Páll. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kom einnig í pontu og sagði að formaður nefndarinnar hefði gert mjög vel grein fyrir því hvernig málinu var háttað. Þá sagðist hún bera af sér sakir þar sem einhverjir þingmenn Pírata hefðu haft orð á því að skipun varðandi þetta hefði komið frá ráðuneytinu. Ráðherrann varaði svo við því að menn töluðu þverpólitísku nefndina niður og minnti á að vinna hennar ætti að vera í sátt til lengri tíma en ekki „hnútaköstum“ eins og ráðherra þótti umræðan í þinginu hafa verið. Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðiflokksins og formann atvinnuveganefndar, heyra það við upphaf þingfundar í dag. Mátti skilja það á þingmönnum að Páll hefði lagt það til á fundi nefndarinnar í morgun að stjórnarandstaðan myndi draga til baka þau þingmál sín sem snúa að fiskveiðistjórnunarkerfinu á meðan þverpólitísk nefnd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, væri að störfum en henni er ætlað að fjalla um gjaldtöku í sjávarútvegi. „Að málefnastaðan sé orðin þannig að menn séu handvirkt að reyna að fækka málum á dagskrá og stinga upp á því við minnihlutann hér á þinginu að draga mál til baka sem tengjast þessum málaflokki finnst mér algjörlega út í hött og ekki boðleg vinnubrögð og ég geri þess vegna miklar athugasemdir við það,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var heldur ekki sáttur:Það er óboðlegt að beðið sé um það mál séu tekin af dagskrá og út af hverju? Vegna þess að það eigi að ræða þau í nefnd sem að ráðherra hefur skipað. Er það þannig að þingmenn og er það skilningurinn á þingræðinu að þingmenn eigi að draga sig inn í hýði og leggja niður skottið og bíða bara eftir því hvað nefndir úti í bæ ákveða? Við lítum svo á að þetta mál sé innlegg í þessa umræðu og við krefjumst þess að það verði tekið á dagskrá. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, tók undir þessi orð og sagði það óboðlegt að ráðherrar gætu skipað nefndir og svo kæmu samherjar þeirra í ríkisstjórn og bæðu fólk um að draga sín mál til hliðar. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaðst líta svo á að formaður nefndarinnar hefði þarna farið á undan sér, eins og hún orðaði það.Svandís Svavarsdóttirvísir/daníelSagði um mjög alvarlega misbeitingu valds að ræða „Ég vænti þess að forseti fari yfir þetta með formanni nefndarinnar og þeim ráðherra sem um ræðir og leiðrétti þetta og komi mönnum í skilning um það að þingið heldur áfram sínum störfum óhóð þeim nefndum ráðherra sem eru að störfum hverju sinni,“ sagði Svandís. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að það væri skrýtið að vera í þingsal og ræða „um mjög alvarlega misbeitingu valds frá meirihlutanum og þeir þingmenn sem um málið fjalla sitja og hlæja að þeim þingmönnum sem gagnrýna þessi vinnubrögð. Mér finnst það eiginlega til háborinnar skammar.“ Sagðist Birgitta óska þess að formaður nefndarinnar myndi átta sig á því að hægt væri að fyrirgefa „einhvers konar nýherjabrag á stjórn á nefnd en ég vonast til að háttvirtur formaður nefndarinnar sjái villu síns vegar.“Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmÞá sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, að hún héldi að þetta hlytu að vera byrjendamistök hjá formanni nefndarinnar. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var harðorðari:Maður veit ekki alveg hvað maður á að segja. Við erum hér á Alþingi Íslendinga og í mikilvægri nefnd eins og atvinnuveganefnd þá fer stjórnin fram á það að stjórnarandstaðan dragi til baka sín mál á meðan einhver nefnd á vegum ráðherra er að ræða málin. Hvaðan kemur þetta? Þetta er svo mikið endemis bull að það hlustar enginn á svona vitleysu en það er auðvitað rétt að benda á þetta og vara við því þegar á að vega að lýðræðinu með þessum hætti. Þetta er rosalegt bull.Bara spurning til nefndarmanna Páll Magnússon, títtnefndur formaður atvinnuveganefndar, kom svo í pontu og virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. „Já, það má nú væntanlega kenna sko og rétt er að ég er nýgræðingur í þinginu, það er mikið rétt, en á dauða mínum átti ég von en ekki þessum viðbrögðum. Ég taldi þetta mál hafa verið rætt í friði og ró og spekt. Ég spurði á fundi atvinnuveganefndar í morgun hvort að nefnarmenn litu svo á að með skipun þessarar þverpólitísku nefndar í gær að það ætti að hafa áhrif á framgang þeirra mála sem snúa að fiskveiðikerfinu og eru inni til umfjöllunar i atvinnuveganefnd. Um þetta áttum við bara friðsamlegar viðræður. Þetta var engin krafa af minni hálfu og ekki heldur tillaga af minni hálfu heldur spurning til þeirra sem málið snerti til nefndinni. Um þetta var rætt í friði og spekt í nefndinni í morgun. Síðan hrökkva allir í kút hér, að minnsta kosti, ég þá eru komnar hér upp einhver slagorð og yfirlýsingar um misbeitingu valds og ég veit ekki hvað. Þetta var bara spurning til nefndarmanna,“ sagði Páll. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kom einnig í pontu og sagði að formaður nefndarinnar hefði gert mjög vel grein fyrir því hvernig málinu var háttað. Þá sagðist hún bera af sér sakir þar sem einhverjir þingmenn Pírata hefðu haft orð á því að skipun varðandi þetta hefði komið frá ráðuneytinu. Ráðherrann varaði svo við því að menn töluðu þverpólitísku nefndina niður og minnti á að vinna hennar ætti að vera í sátt til lengri tíma en ekki „hnútaköstum“ eins og ráðherra þótti umræðan í þinginu hafa verið.
Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Þorsteinn formaður nefndar um sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 8. maí 2017 16:46