Hægt að byggja 143 meðalstórar íbúðir fyrir það sem kostar að halda Eurovision Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2017 10:44 Það kostar um 4,1 milljarð að halda Eurovision. Vísir/Vilhelm Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Greiningardeild Arion banka veltir þessum punkti upp í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar. Er þar bent á kostnaðinn við að halda keppnina og í stað þess að velta því fyrir sér hvernig Ísland geti haldið keppnina er því velt upp hvað sé hægt að gera fyrir fjármunina sem fara í að halda keppnina. Spurt er hvort Íslendingar vilji í raun og veru vinna keppnina og bent er á að yfirleitt tapi gestgjafarnir á því að halda keppnina enda fylgir því mikill kostnaður sem ekki er víst að komi til baka þrátt fyrir að mikill straumur ferðamanna fylgi Eurovision hvert ár.Mynd/Arion bankiSegir í Markaðspunktunum að erfitt sé að áætla hvað það kosti að halda keppnina hér á landi, komi til þess að Svala standi uppi sem sigurvegari. Bent er hins vegar á að meðalkostnaðurinn undanfarin ár sé í kringum 4,1 milljarð króna og listar greiningardeildin upp hluti sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að halda keppnina. „Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda væri hægt að halda 460 jólatónleika, reka 51 lið í Pepsí deild karla í eitt ár eða gefið öllum Íslendingum 7 ABBA Waterloo vínylplötur!“ segir í Markaðspunktunum. Sé horft út fyrir listir og menningu má einnig gera ýmislegt fyrir milljarðana, meðal annars „byggja 143 meðalstórar íbúðir, sem væri kærkomin viðbót inn á húsnæðismarkaðinn í dag, rekið Landspítalann í tæpan mánuð, borgað rekstrarkostnað í eitt ár fyrir 2.300 grunnskólanemendur eða gefið öllum landsmönnum 12 miða í Hvalfjarðargöngin.“ Bent er þó á að þrátt fyrir að gestgjafaþjóðirnar tapi yfirleitt á því að halda keppnina megi ekki lita framhjá óbeinu áhrifunum sem keppnin getur haft á hagkerfi þeirra en allar borgir sem haldið hafa keppnina hafa upplifað nokkurn vöxt í ferðaþjónustu og efnahag, að minnsta kosti til skamms tíma.Mynd/Arion banki
Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30 Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00 Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45 Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. 9. maí 2017 11:30
Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. 9. maí 2017 07:00
Þetta eru lögin sem keppa á móti Svölu á morgun Átján þjóðir taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision sem fram fer í Kænugarði í Úkraínu á morgun. 8. maí 2017 15:45
Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ 8. maí 2017 20:57