Miklar tafir á umferð á Miklubraut: „Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. maí 2017 19:00 Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór. Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór.
Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira