Ný eign föður Bjarna í hundraða milljóna viðskiptum við ríkið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Virði samninga milli ISS á Íslandi og íslenska ríkisins nema minnst 209 milljónum króna. ISS er að meirihluta í eigu félaga Benedikts Sveinssonar, föður forsætisráðherra, og Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar. Í svari Ríkiskaupa við fyrirspurn Fréttablaðsins um samninga milli ISS og ríkisins kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars orðið hlutskarpast í útboði um þrif á Landspítalanum, húsnæði Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og húsnæði Tollstjóra. Fyrir það fær ISS rúmar 209 milljónir króna á samningstímanum.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.VÍSIR/VILHELMSvar Ríkiskaupa nær aftur til maí 2015 en þá tók fyrirtækið upp nýtt verkefnastjórnunarkerfi. Fleiri samningar eru í gildi en þeir sem taldir eru upp hér að framan en til þeirra var stofnað í tíð eldra kerfis. Má þar meðal annars nefna samning um þrif ISS í sex ráðuneytum frá því í febrúar 2015. Þá er mögulegt að fyrirtækið hafi gert samninga við stofnanir sem ekki voru boðnir út. Upphæð gildra samninga er því hærri en 209 milljónir. ISS sérhæfir sig í ræstingum og rekstri mötuneyta og er langstærsti aðili markaðarins hér á landi. Velta félagsins er rúmlega þreföld velta næststærsta ræstingafyrirtækis landsins. Þá var eigið fé þess í árslok 2015 nærri tveir milljarðar króna. Um miðjan síðasta mánuð féllst Samkeppniseftirlitið á yfirtöku nýrra eigenda á ISS. Þar eru á ferð félög í eigu Sveinssonanna Benedikts og Einars. Í gegnum þau eiga þeir nú 2/3 hluta í fyrirtækinu. Fallist var á yfirtökuna athugasemdalaust. „Almennt er það þannig að stjórnmálamenn þurfa að passa sig að lenda ekki í þeirri að stöðu að hagsmunir þeirra eða nákominna séu líklegir til að minnka trúverðugleika þeirra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ég tel að það sé æskilegt að þetta sé rætt en fyrst og fremst að þetta hljóti að vera mjög óþægilegt fyrir forsætisráðherra.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira