Skammsýni Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Ef vilji Íslendinga stendur til þess að skapa gott samfélag í sátt við náttúruna þá er frumforsenda að byggja hér upp öflugt og framsækið menntakerfi. Menntakerfi þar sem allir geta sótt sér menntun við hæfi án þess að stofna til botnlausra skulda sem eiga eftir að fylgja þeim fram eftir öllum aldri. Menntakerfi þar sem þarfir, möguleikar og hagsmunir nemenda eru hafðir í öndvegi. Menntakerfi sem skilar af sér vel menntuðum kynslóðum til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Þetta virðast nágrannalönd okkar hafa skilið mun betur en við um langa tíð en þó líkast til engin þjóð jafn vel og Finnar sem reka besta menntakerfi í heimi í dag. Ekki að furða, því þar er menntun, velferð og hamingja nemenda í fyrsta sæti og störf kennara metin að verðleikum. Þessi sannindi virðast þó standa ríkisstjórnarflokkunum svo fjarri að ætla mætti að Finnland tilheyrði öðru sólkerfi fremur en að vera á meðal okkar góðu grannþjóða. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er um margt merkilegur skóli. Þar er í boði fjölbreytt nám og þar hefur fjöldi ungmenna fundið sína fjöl og sína styrkleika í annars kannski svolítið einsleitu menntakerfi. Skólinn er auðvitað ekki gallalaus fremur en aðrir skólar, enda þar á bæ eflaust vilji til þess að breyta og bæta. Að minnsta kosti hefur aldrei neitt komið fram um annað. Það er því þeim mun undarlegra að í menntamálaráðuneytinu skuli hafa vera unnið að fyrirhugaðri sameiningu skólans við Tækniskólann, án þess að leitast við að skoða stöðu skólans og framtíðarhorfur, án samræðu við þá sem hafa að öllum líkindum mestu þekkinguna til verksins, þ.e.a.s. kennarana. Að ógleymdum þingheimi sem væri einnig eðlilegur og sjálfsagður vettvangur slíkra umræðna fyrir opnum tjöldum. Tækniskólinn er einkarekinn í rekstrarfélagi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Eflaust er það ágætis skóli en það er aukaatriði í þessu samhengi. Aðalatriðið er hvar nemendunum og framtíð þeirra er best borgið. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra virðist ekki hafa mikinn áhuga á að svara þeirri spurningu heldur aðeins því sem snýr að rekstrarforminu. Í því samhengi má benda á að Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, hefur bent á að hvorki Kennarasamband Íslands né kennarasambönd um allan heim leggist gegn einkavæðingu og einkarekstri í menntun. Engin tilhlýðileg skýring hefur verið gefin á þessum áformun önnur en fjárhagsleg hagræðing og sparnaður. Slíkt var tilfellið þegar Iðnskólinn í Hafnarfirði var sameinaður Tækniskólanum því þá var starfsmönnum fækkað í báðum skólum. Menntamálaráðherra horfir eflaust fremur til þess en Finnlands, sem er nágrannaríki en ekki í öðru sólkerfi, en þar eru fyrirhugaðar áframhaldandi endurbætur á besta menntakerfi í heimi sem gætu jafnvel falið í sér fjölgun kennara. Markmiðið á þeim bænum er að halda áfram að betrumbæta menntakerfið en ekki að gera það ódýrara, því slíkt getur reynst samfélaginu dýrt þegar fram líða stundir. Slíkur sparnaður er einvörðungu til marks um skammsýni og sérhagsmunahyggju en er engum til góðs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun
Ef vilji Íslendinga stendur til þess að skapa gott samfélag í sátt við náttúruna þá er frumforsenda að byggja hér upp öflugt og framsækið menntakerfi. Menntakerfi þar sem allir geta sótt sér menntun við hæfi án þess að stofna til botnlausra skulda sem eiga eftir að fylgja þeim fram eftir öllum aldri. Menntakerfi þar sem þarfir, möguleikar og hagsmunir nemenda eru hafðir í öndvegi. Menntakerfi sem skilar af sér vel menntuðum kynslóðum til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Þetta virðast nágrannalönd okkar hafa skilið mun betur en við um langa tíð en þó líkast til engin þjóð jafn vel og Finnar sem reka besta menntakerfi í heimi í dag. Ekki að furða, því þar er menntun, velferð og hamingja nemenda í fyrsta sæti og störf kennara metin að verðleikum. Þessi sannindi virðast þó standa ríkisstjórnarflokkunum svo fjarri að ætla mætti að Finnland tilheyrði öðru sólkerfi fremur en að vera á meðal okkar góðu grannþjóða. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er um margt merkilegur skóli. Þar er í boði fjölbreytt nám og þar hefur fjöldi ungmenna fundið sína fjöl og sína styrkleika í annars kannski svolítið einsleitu menntakerfi. Skólinn er auðvitað ekki gallalaus fremur en aðrir skólar, enda þar á bæ eflaust vilji til þess að breyta og bæta. Að minnsta kosti hefur aldrei neitt komið fram um annað. Það er því þeim mun undarlegra að í menntamálaráðuneytinu skuli hafa vera unnið að fyrirhugaðri sameiningu skólans við Tækniskólann, án þess að leitast við að skoða stöðu skólans og framtíðarhorfur, án samræðu við þá sem hafa að öllum líkindum mestu þekkinguna til verksins, þ.e.a.s. kennarana. Að ógleymdum þingheimi sem væri einnig eðlilegur og sjálfsagður vettvangur slíkra umræðna fyrir opnum tjöldum. Tækniskólinn er einkarekinn í rekstrarfélagi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Eflaust er það ágætis skóli en það er aukaatriði í þessu samhengi. Aðalatriðið er hvar nemendunum og framtíð þeirra er best borgið. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra virðist ekki hafa mikinn áhuga á að svara þeirri spurningu heldur aðeins því sem snýr að rekstrarforminu. Í því samhengi má benda á að Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, hefur bent á að hvorki Kennarasamband Íslands né kennarasambönd um allan heim leggist gegn einkavæðingu og einkarekstri í menntun. Engin tilhlýðileg skýring hefur verið gefin á þessum áformun önnur en fjárhagsleg hagræðing og sparnaður. Slíkt var tilfellið þegar Iðnskólinn í Hafnarfirði var sameinaður Tækniskólanum því þá var starfsmönnum fækkað í báðum skólum. Menntamálaráðherra horfir eflaust fremur til þess en Finnlands, sem er nágrannaríki en ekki í öðru sólkerfi, en þar eru fyrirhugaðar áframhaldandi endurbætur á besta menntakerfi í heimi sem gætu jafnvel falið í sér fjölgun kennara. Markmiðið á þeim bænum er að halda áfram að betrumbæta menntakerfið en ekki að gera það ódýrara, því slíkt getur reynst samfélaginu dýrt þegar fram líða stundir. Slíkur sparnaður er einvörðungu til marks um skammsýni og sérhagsmunahyggju en er engum til góðs.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. maí.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun