Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir tók í gær þátt í 800 metra hlaupi í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Aníta endaði í þriðja sæti síns riðils en tími Anítu var 2:03,78. Mótið ber heitið Payton Jordon-boðsmótið.
Sigurvegari riðilsins var Chrishuan Williams en hún hljóp á 2:02,58. Keppt var í fjórum riðlum og var tími Anítu betri en sigurtímarnir í öllum hinum riðlunum.

