Einkavæðing í kyrrþey Björn Leví Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 15:22 Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun