Fjölnir hefur samið við hollenska miðjumanninn Mees Junior Siers um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.
Siers hefur reynslu úr Pepsi-deildinni en hann lék með ÍBV 2015 og 2016, alls 38 deildarleiki.
Siers lék með SönderjyskE í Danmörku áður en hann kom til ÍBV. Þar áður lék hann í heimalandinu.
Siers er fjórði leikmaðurinn sem Fjölnir fær til sín í vetur en áður voru Bojan Stefán Ljubicic, Igor Taskovic og Ivica Dzolan komnir til Grafarvogsliðsins.
Fjölnir gerði markalaust jafntefli við ÍBV í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn. Fjölnir mætir Breiðabliki á mánudaginn og þá gæti Siers leikið sinn fyrsta leik í gulu treyjunni.
Mees Junior Siers til Fjölnis

Tengdar fréttir

Umfjöllun: ÍBV - Fjölnir 0-0 | Tíu Eyjamenn héldu hreinu gegn Fjölni
ÍBV er spáð 9. sæti deildarinnar en Fjölni því sjötta.

Pepsi-spáin: Fjölnir hafnar í 6. sæti
Fjölnismenn verða í meiri vandræðum en í fyrra þegar þeir áttu sitt besta tímabil frá upphafi.

KR og FH mæta bæði liðum frá Austurlandi | Dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins
Liðin úr Pepsi-deildinni eiga flest góða möguleika á að komast á sextán liða úrslit Borgunarbikarsins en dregið var í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.