Undirbúa nýja áætlun í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 16:45 Bandarískir hermenn hafa tekið mikinn þátt í þjálfun afganskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum. Mið-Austurlönd Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira