Norður-Kóreumenn gagnrýna Kína harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 14:44 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum. Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir að biðja yfirvöld í Pyongyang um að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins og eldflaugatilraunir. Á vef opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu segir að ummæli Kínverjar séu „gáleysisleg“ og þau reyni á þolinmæði ríkisins. Þar að auki segir að þau geti haft ótilgreindar en grafalvarlegar afleiðingar. Kína hefur lengi verið helsti, ef ekki eini, bandamaður Norður-Kóreu en nú hafa yfirvöld þar stöðvað innflutning kola frá Norður-Kóreu og hafa samkvæmt frétt Washington Post beðið nágranna sína um að hætta eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum. Þá hafa ríkisfjölmiðlar Kína verið einkar harðorðir í garð Norður-Kóreu og hafa gagnrýnt stjórnendur þar. Þá hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum í Kína að kjarnorkuvopn í eigu Norður-Kóreu ógni öryggi Kína. Í gagnrýni KCNA, (Greinin heitir Commentary on DPRK-China Relations) sem er ekki einkuð embættismanni eða embætti, segir að Kínverjar óttist mögulega Bandaríkin og að þeir hafi fært sökina á vaxandi spennu á svæðinu frá Bandaríkjunum yfir á Norður-Kóreu. Kína ætti að hætta að skaprauna Norður-Kóreu og velta vöngum yfir þeim grafalvarlegu afleiðingum sem það kann að hafa. Undarlegt þykir að Norður-Kórea skuli gagnrýna Kína með svo beinum hætti. Í kjölfar gagnrýninnar í gær sagði Geng Shuang, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, að staða Kína gagnvart Norður-Kóreu væri ljós. Það væri að þróa vinasamband þjóðanna og þeir vildu vera góðir grannar. Hins vegar væri Kína á því að engin kjarnorkuvopn ættu að vera á Kóreuskaganum og byggja ætti frið og öryggi með viðræðum.
Norður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira