Lokakappræður Macron og Le Pen: Hnattvæðing og hryðjuverk í brennidepli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 23:30 Kappræðurnar í kvöld voru síðasta tækifæri beggja frambjóðenda til þess að sannfæra franska kjósendur. Vísir/EPA Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Emmanuel Macron tókust á í kvöld í lokasjónvarpskappræðum fyrir frönsku forsetakosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn, 7. maí. Þar bar hæst umræða frambjóðandanna um stöðu Frakklands í alþjóðasamfélaginu, hnattvæðingu og hryðjuverk. Fyrstu kannanir gefa til kynna að Frökkum hafi þótt Macron meira sannfærandi í kappræðunum. Í kappræðunum lagði Le Pen áherslu á að gera mikið úr bakgrunni Macron og fyrrum starfa hans sem bankamaður og stuðningi hans við „gegndarlausa hnattvæðingu“. Hún sagði Macron í raun vera „glottandi bankamann.“Herra Macron er frambjóðandi hnattvæðingar sem er án hafta, Uber-væðingar, félagslegrar grimmdar, og slátrunar efnahagslegra hagsmuna Frakklands fyrir stórfyrirtæki. Þá lagði hún mikið upp úr því að spyrða Macron við núverandi forseta landsins, Francois Hollande, en hann er meðal óvinsælustu forseta í sögu Frakklands. Macron var efnahagsráðherra í ríkisstjórn Hollande um skamman tíma. Að sama skapi sakaði Macron hana um að leggja ekki á borðið neinar lausnir, heldur einungis benda á það sem illa hefði farið í Frakklandi. Aðferðir þínar miðast við að segja fullt af lygum, halda þig einfaldlega við að benda á það sem er ekki að ganga upp í landinu og ala þannig á ótta í hjörtum Frakka. Le Pen sakaði Macron jafnframt um að gefa hættunni af hryðjuverkum íslamskra öfgamanna, ekki nægilegan gaum. Macron svaraði því fullum hálsi og líkti Le Pen við snákaolíusölumann, þegar hann gagnrýndi tillögur Le Pen um lokun landamæra Frakklands. Fyrstu skoðanakannanir á frammistöðu frambjóðandanna í kappræðunum, benda til þess að Macron hafi farið með nauman sigur af hólmi. Samkvæmt könnun BFM sjónvarpsstöðvarinnar, þóttu 63 prósentum Frakka, sem að Macron hefði verið meira sannfærandi í kvöld. Báðir frambjóðendur hafa nú róið að því öllum árum að fá óákveðna kjósendur til þess að kjósa sig og var Le Pen til að mynda sökuð um að hafa stolið hluta úr ræðu Francois Fillon, frambjóðenda Repúblikana.Kannanir benda flestar til stórsigurs Macron í kosningunum, sem fara fram á laugardaginn, en forsetaframbjóðendur Repúblikana og Sósíalista hafa hvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Macron, til að halda Le Pen frá völdum.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent