Vafasamt heimsmet Íslendinga í lyfjaneyslu Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 19:45 Ríflega helmingur Íslendinga notar lyfseðilsskyld lyf og dæmi eru um að fólk taki allt að fjörutíu og átta mismunandi lyfi á eins árs tímabili. Þá nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira af bæði róandi og örvandi lyfjum en íbúar hinna Norðurlandanna. Heilbrigðisráðherra segir að skýringin kunni að vera brotakennt heilbrigðiskerfi. Íslendingum finnst eftirsóknarvert að eiga heimsmet ýmiss konar. Enda ekki algengt að smáríki eigi mörg heimsmet. En eitt heimsmetið var einmitt til umræðu á Alþingi í dag en það er lyfjaneysla Íslendinga. Þar eigum við heimsmet í notkun á bæði örvandi lyfjum og róandi. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um lyfjanotkun Íslendinga á upptalningu á upplýsingum um neyslu landans á lyfjum. Til að mynda notuðu 55 prósent Íslendinga lyfseðilsskyld lyf sem væri fjórða hæsta hlutfall þjóða Evrópu sem nýlega tóku þátt í heilsufarskönnun. Í skýrslu Landlæknis hafi komið fram dæmi um einstaklinga sem notuðu allt að 48 mismunandi lyfseðilsskyld lyf á tólf mánaða tímabili. „Við notum tvisvar til þrisvar sinnum meira en Norðurlandabúar af örvandi lyfjum, róandi, kvíðastillandi og svefnlyfjum ásamt verkjalyfjum. Notkunin er sú mesta innan OECD landanna og fimm sinnum meiri en í Danmörku. Notkun sýklalyfja og magasárslyfja Íslendinga er sömuleiðis meiri en hinna Norðurlandanna,“ sagði Guðjón. Og listinn yfir lyf var lengri og notkunin meiri en þekkist annars staðar. Þá sagði Guðjón notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti hafa fjórfaldast á tíu ára tímabili. „Og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýlegri rannsókn. Um 13 prósent allra íslenskra drengja á aldrinum 10 til 14 ára taka einhvers konar ADHD lyf. Það er margfalt meira en tíðkast á öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð kemst næst Íslandi með 5% hlutfall.,“ sagði Guðjón. Hann velti fyrir sér hvort skýringanna á þessari miklu lyfjanotkun með tilheyrandi kostnaði, mætti leita í lélegu aðgengi að geðheilbrigðiskerfinu og öðrum brestum í heilbrigðiskerfinu. Ekkert benti til að Íslendingar væru frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum og því þyrfti að rannsaka málið. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði að nýlegur lyfjagagnagrunnur ætti að geta unnið á þessum vanda að hluta en margt mætti vera betra í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. „Það er rétt að geta þess að landlæknir sem hefur það hlutverk að fylgjast með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri notkun lyfja í landinu, hefur haldið því fram að mikilvægar ástæður fyrir ofnotkun lyfja á Íslandi sé brotakennt heilbrigðiskerfi. Þar sem heilbrigðisstarfsmenn vinna ekki saman eða sinna ekki sjúklingum á sama hátt og heilbrigðisstarfsmenn annarra þjóða. landlæknir hefur einnig nefnt að aðrir samfélagslegir þættir eins og skólakerfið, þjónusta við aldraða og þeirra sem glíma við örorku sé ekki með sama fyrirkomulagi hér og hjá nágrannaþjóðum. Það geti átt þátt í óhóflegri notkun lyfja,“ sagði Óttarr Proppé. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Ríflega helmingur Íslendinga notar lyfseðilsskyld lyf og dæmi eru um að fólk taki allt að fjörutíu og átta mismunandi lyfi á eins árs tímabili. Þá nota Íslendingar tvisvar til þrisvar sinnum meira af bæði róandi og örvandi lyfjum en íbúar hinna Norðurlandanna. Heilbrigðisráðherra segir að skýringin kunni að vera brotakennt heilbrigðiskerfi. Íslendingum finnst eftirsóknarvert að eiga heimsmet ýmiss konar. Enda ekki algengt að smáríki eigi mörg heimsmet. En eitt heimsmetið var einmitt til umræðu á Alþingi í dag en það er lyfjaneysla Íslendinga. Þar eigum við heimsmet í notkun á bæði örvandi lyfjum og róandi. Guðjón Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um lyfjanotkun Íslendinga á upptalningu á upplýsingum um neyslu landans á lyfjum. Til að mynda notuðu 55 prósent Íslendinga lyfseðilsskyld lyf sem væri fjórða hæsta hlutfall þjóða Evrópu sem nýlega tóku þátt í heilsufarskönnun. Í skýrslu Landlæknis hafi komið fram dæmi um einstaklinga sem notuðu allt að 48 mismunandi lyfseðilsskyld lyf á tólf mánaða tímabili. „Við notum tvisvar til þrisvar sinnum meira en Norðurlandabúar af örvandi lyfjum, róandi, kvíðastillandi og svefnlyfjum ásamt verkjalyfjum. Notkunin er sú mesta innan OECD landanna og fimm sinnum meiri en í Danmörku. Notkun sýklalyfja og magasárslyfja Íslendinga er sömuleiðis meiri en hinna Norðurlandanna,“ sagði Guðjón. Og listinn yfir lyf var lengri og notkunin meiri en þekkist annars staðar. Þá sagði Guðjón notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti hafa fjórfaldast á tíu ára tímabili. „Og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýlegri rannsókn. Um 13 prósent allra íslenskra drengja á aldrinum 10 til 14 ára taka einhvers konar ADHD lyf. Það er margfalt meira en tíðkast á öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð kemst næst Íslandi með 5% hlutfall.,“ sagði Guðjón. Hann velti fyrir sér hvort skýringanna á þessari miklu lyfjanotkun með tilheyrandi kostnaði, mætti leita í lélegu aðgengi að geðheilbrigðiskerfinu og öðrum brestum í heilbrigðiskerfinu. Ekkert benti til að Íslendingar væru frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum og því þyrfti að rannsaka málið. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði að nýlegur lyfjagagnagrunnur ætti að geta unnið á þessum vanda að hluta en margt mætti vera betra í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. „Það er rétt að geta þess að landlæknir sem hefur það hlutverk að fylgjast með lyfjaávísunum og stuðla að skynsamlegri notkun lyfja í landinu, hefur haldið því fram að mikilvægar ástæður fyrir ofnotkun lyfja á Íslandi sé brotakennt heilbrigðiskerfi. Þar sem heilbrigðisstarfsmenn vinna ekki saman eða sinna ekki sjúklingum á sama hátt og heilbrigðisstarfsmenn annarra þjóða. landlæknir hefur einnig nefnt að aðrir samfélagslegir þættir eins og skólakerfið, þjónusta við aldraða og þeirra sem glíma við örorku sé ekki með sama fyrirkomulagi hér og hjá nágrannaþjóðum. Það geti átt þátt í óhóflegri notkun lyfja,“ sagði Óttarr Proppé.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira