Trump átti „gott“ símtal við Pútín um Sýrland: Vilja hittast í júlí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 23:30 Donald Trump og Vladimír Pútín. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „góðar samræður“ við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um friðsamlega lausn á borgarastríðinu í Sýrlandi, sem og að koma á fót svokölluðum „öruggum svæðum“ í landinu, ef marka má tilkynningu frá Hvíta húsinu.Þetta er fyrsta samtalið á milli forsetanna, síðan að Trump ákvað að breyta um skoðun á málefnum Sýrlands og skjóta eldflaugum á flugvöll í eigu stjórnarliða Assad Sýrlandsforseta, eftir að fréttir bárust af efnavopnanotkun þeirra. Yfirvöld í Rússlandi gagnrýndu árásina harðlega en þau hafa stutt Assad frá upphafi. Segir meðal annars í tilkynningunni að forsetarnir hafi sammælst um að þjáningar borgara í Sýrlandi hafi viðgengist of lengi og að allir aðilar ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að binda enda á ofbeldið. Þannig hefðu þeir jafnframt rætt að koma á fót áðurnefndum „öruggum svæðum,“ til þess að binda jafnt og þétt enda á átökin. Auk þess ræddu þeir um leiðir til þess að sigrast á hryðjuverkum í miðausturlöndum, sem og ástandið í Norður-Kóreu.Samkvæmt upplýsingum frá Kremlin, ræddu forsetarnir hvernig hægt væri að sigrast á hryðjuverkum, í samhengi við að ljúka borgarastríðinu í Sýrlandi og koma á raunverulegu vopnahléi. Pútín kallar jafnframt eftir því að ástandið róist á Kóreuskaga. Þá sammældust leiðtogarnir tveir um að skipuleggja fund, sín á milli, þegar leiðtogar G20 ríkjanna hittast í Hamborg, í byrjun júlí næstkomandi. Það yrði þá í fyrsta skipti sem að Trump og Pútín hittast. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna símtalsins og þá sérstaklega af Demókrötum. Hann er sagður vera kominn aftur í gamla farið, með þóknunarstefnu sinni í garð rússneskra yfirvalda. Hann hefði átt gagnrýna Rússa fyrir tölvuárásir þeirra á bandarískar stofnanir, auk þess sem hann hefði átt að gera Pútín það ljóst, hve sterklega mótfallnir Bandaríkjamenn eru stuðningi hans við Assad Sýrlandsforseta. Þannig hafa tveir þingmenn, sem hve mest hafa gagnrýnt utanríkisstefnu Trump, þeir John McCain og Lindsey Graham, gefið frá sér tilkynningu vegna fregna af símtalinu, þar sem segir að „nú sé ekki tíminn til þess að senda Rússum þau skilaboð að allt sé gleymt og grafið.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent