Starfsmaður FBI giftist ISIS-liða sem hún átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 11:50 Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna sögðu Denis Cuspert hafa fallið í loftárás árið 2015, en dróu það svo til baka. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Vísir/AFP Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira