Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 11:45 Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30