Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2017 09:00 Kimmel átti mjög erfitt í þættinum. „Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
„Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira