Berjumst fyrir auknum jöfnuði Elín Björg Jónasdóttir skrifar 1. maí 2017 07:00 Þær raddir heyrast stundum að verkalýðshreyfingin sé að verða úrelt fyrirbæri. Að búið sé að tryggja þau réttindi sem þurfi að tryggja. Það er gríðarlegt vanmat á verkefnum hreyfingarinnar. Þeir sem taka þátt í kröfugöngum um land allt í dag, á baráttudegi verkalýðsins, eru sannarlega ekki þeirrar skoðunar. Þó mikið hafi áunnist frá því í árdaga verkalýðshreyfingarinnar hafa grundvallarþarfirnar ekki breyst. Öll þurfum við að hafa í okkur og á. Öll þurfum við að hafa einhvers staðar höfði að að halla. Öll þurfum við að búa við öryggi. Það eru grundvallarþarfirnar. Við þurfum líka að búa í samfélagi sem við erum sátt við. Samfélagi þar sem félagslegt réttlæti ríkir, þar sem allir búa við mannsæmandi lífskjör. Til að svo megi verða þurfum við að vinna gegn sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að auka jöfnuð. Þeir sem tala hvað hæst fyrir mikilvægi efnahagslegs stöðugleika, en átta sig ekki á mikilvægi þess að koma á félagslegum stöðugleika, ættu að líta til þess. Jöfnuður í samfélaginu er ein helsta forsenda stöðugleika. Á meðan sumir eiga varla til hnífs og skeiðar og horfa á aðra greiða sjálfum sér margföld árslaun venjulegs launafólks í bónusa eða arð verður engin sátt og enginn stöðugleiki. Eftir því sem misskiptingin í samfélaginu verður meiri munu þau átök sem einkennt hafa samfélag okkar undanfarið harðna. Ef stjórnmálamönnum og öðrum sem tala um stöðugleika er einhver alvara verður að byrja á því að tryggja launafólki og almenningi öllum mannsæmandi lífskjör og draga úr misskiptingunni frekar en að halda áfram að auka ójöfnuð. Markmið okkar allra á að vera að auka lífsgæði í landinu og koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd sem við getum öll verið stolt af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Þær raddir heyrast stundum að verkalýðshreyfingin sé að verða úrelt fyrirbæri. Að búið sé að tryggja þau réttindi sem þurfi að tryggja. Það er gríðarlegt vanmat á verkefnum hreyfingarinnar. Þeir sem taka þátt í kröfugöngum um land allt í dag, á baráttudegi verkalýðsins, eru sannarlega ekki þeirrar skoðunar. Þó mikið hafi áunnist frá því í árdaga verkalýðshreyfingarinnar hafa grundvallarþarfirnar ekki breyst. Öll þurfum við að hafa í okkur og á. Öll þurfum við að hafa einhvers staðar höfði að að halla. Öll þurfum við að búa við öryggi. Það eru grundvallarþarfirnar. Við þurfum líka að búa í samfélagi sem við erum sátt við. Samfélagi þar sem félagslegt réttlæti ríkir, þar sem allir búa við mannsæmandi lífskjör. Til að svo megi verða þurfum við að vinna gegn sívaxandi misskiptingu í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir því að auka jöfnuð. Þeir sem tala hvað hæst fyrir mikilvægi efnahagslegs stöðugleika, en átta sig ekki á mikilvægi þess að koma á félagslegum stöðugleika, ættu að líta til þess. Jöfnuður í samfélaginu er ein helsta forsenda stöðugleika. Á meðan sumir eiga varla til hnífs og skeiðar og horfa á aðra greiða sjálfum sér margföld árslaun venjulegs launafólks í bónusa eða arð verður engin sátt og enginn stöðugleiki. Eftir því sem misskiptingin í samfélaginu verður meiri munu þau átök sem einkennt hafa samfélag okkar undanfarið harðna. Ef stjórnmálamönnum og öðrum sem tala um stöðugleika er einhver alvara verður að byrja á því að tryggja launafólki og almenningi öllum mannsæmandi lífskjör og draga úr misskiptingunni frekar en að halda áfram að auka ójöfnuð. Markmið okkar allra á að vera að auka lífsgæði í landinu og koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd sem við getum öll verið stolt af.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar