Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2017 18:30 Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Sú mikla þensla sem nú er á íslenska vinnumarkaðnum var rædd á ársfundi Vinnumálastofnunar í dag. Erlent vinnuafl hefur aldrei verið meira í landinu en talið er að 21.000 erlendir ríkisborgarar hafi verið á íslenskum vinnumarkaði í fyrra. Umsóknum um atvinnuleyfi til útlendinga hefur fjölgað hratt en í fyrra voru gefin út nærri 1.800 leyfi. Þá hefur starfsmannaleigum einnig fjölgað síðustu ár. Í fyrra voru þær þrjátíu og voru starfsmenn á þeirra vegum á Íslandi ríflega fimmtán hundruð. „Þessi fyrirtæki eru að ráða til sín erlent vinnuafl og leigja það síðan út til íslenskra kaupenda að sinni þjónustu og því miður ber það mikið við að það sé ekki verið að greiða þessum einstaklingum sem þarna starfa laun í samræmi við íslenska kjarasamninga,“ segir Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir Vinnumálastofnun leggja mikið upp úr eftirliti til að koma í veg fyrir að brotið sé á réttindum starfsfólksins. Mörg þeirra virði þó ekki kjarasamninga. „Það er svona tilfinning okkar að það sé minnsta kosti einn þriðji af þeim starfsmannaleigum sem við erum að þjónusta, eða glíma við skulum við orða það, eru ekki að greiða laun í samræmi við kjarasamninga,“ segir Gissur. Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem koma með starfsmenn til landsins í gegnum starfsmannaleigur. Þar er meðal annars gert ráð fyrir aðalverktakar beri ábyrgð á undirverktökum sínum. „Við þurfum að tryggja réttindi þess hóps sem er að koma hingað. Hingað er fólk að koma í leit að betri lífsgæðum, hærra launastigi og svo framvegis. Við þurfum auðvitað að gæta bæði að réttindum þeirra en ekki síður að það sé ekki verið að grafa undan réttindum íslensks launafólks með félagslegum undirboðum þá í gegnum starfsmannaleigur eða með því að brjóta á rétti erlendra starfsmanna,“ segir Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira