Kvennakór Reykjavíkur syngur inn sumarið í kvöld Guðný Hrönn skrifar 18. maí 2017 09:15 Kvennakór Reykjavíkur heldur uppi stuðinu í Guðríðarkirkju í kvöld. Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. Við fögnum vori og íslenskri sumarblíðu með tónlist í takti við veður. Fjölbreytt, heillandi, sefandi en umfram allt lífleg og fjörleg,“ segir Svanhildur Sverrisdóttir, ein meðlima Kvennakórs Reykjavíkur um sumartónleikana sem kórinn heldur í kvöld.„Við munum taka allt frá þekktum dægurlögum Abba, Bítlanna, Lennons og Queen til ungverskra þjóðlaga og svo laga með ryþma-klappi þar sem sannarlega reynir á samhæfni, húmor og danshæfileika. Einnig flytjum við gullfallegt nýtt lag eftir Halldór Smárason við ljóð Haralds Stígssonar, Minningarbrot, sem frumflutt var um síðustu helgi á landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði.“ Lögin eru valin af kórstjóranum Ágotu Joó. „Hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir og takast á við frumlegar og krefjandi útsetningar. Um undirleik sjá svo Birgir Bragason á bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. “ „Við munum dusta rykið af óborganlegu skúringanúmeri,“ segir Svanhildur. Spurð nánar út í hvað það þýðir segir hún: „Hið óborganlega skúringanúmer er flutningur á laginu Three ways to vacuum your house eftir Stephen Hatfield og fjallar um duglegar húsmæður sem sannarlega standa sig í stykkinu við heimilisþrifin en rasa svo út inn á milli. Kórinn býður tónleikagestum þar upp á tilþrif hvað varðar spor og hreyfingar og jafnvel búninga,“ útskýrir Svanhildur sem lofar góðri skemmtun. „Kvennakór Reykjavíkur hefur unnið til verðlauna fyrir framúrskarandi flutning á fjölbreyttri tónlist. Hann æfir af miklum metnaði og tekst á við fjölþjóðlega tónlist á ýmsum tungumálum,“ bætir hún við að lokum. Þess má geta að tónleikarnir eru haldnir í Guðríðarkirkju og hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu en 3.500 krónur við innganginn.Athugið að í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að tónleikarnir væru á morgun en hið rétta er að þeir eru í kvöld.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira