Katrín Eva Björgvinsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri heilsuvörudeildar hjá Artasan.
Katrín Eva útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2007 og stundaði framhaldsnám í alþjóðamarkaðsfræði og viðskiptastjórnun við CBS háskólann í Kaupmannahöfn á árunum 2007 til 2009, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Hún starfaði áður sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og sá meðal annars um endurmörkun á Florídana vörumerkinu og nú síðast sem vörumerkjastjóri sérvörudeildar hjá Íslenskt Ameríska, þar sem hún var með nokkur af stærstu vörumerkjum Procter & Gamble. Katrín Eva er fædd og uppalin á Sauðárkróki en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni.
Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum.
