Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2017 22:01 Þór hefur byrjað tímabilið skelfilega. vísir/anton Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Þór situr á botni Inkasso-deildarinnar eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum og er núna dottinn út úr bikarkeppninni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar voru Ægismenn ískaldir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Orri Freyr Hjaltalín brenndi af fjórðu spyrnu Þórs. Lokatölur 3-5 eftir vítakeppni. Þrír aðrir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Kolbeinn Kárason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í leik tveggja Inkasso-deildarliða á Leiknisvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Skúli E. Kristjánsson Sigurz, lánsmaður frá Breiðabliki, Leikni yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Tíu mínútum síðar jafnaði Þróttur metin með sjálfsmarki Halldórs Kristins Halldórssonar. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kolbeinn svo sigurmark Leiknis með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Leóssonar. Selfoss, topplið Inkasso-deildarinnar, þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna 3. deildarlið Kára á heimavelli. Lokatölur 3-2, Selfossi í vil. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og eftir korter var staðan orðin 2-0, heimamönnum í vil. Alfi Conteh Lacalle og James Mack skoruðu mörkin. Káramenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin með mörkum Andra Júlíussonar og Arnórs Snæs Guðmundssonar. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Ingi Vignisson sigurmark Selfyssinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Giordano Pantano. Grótta lenti undir gegn 3. deildarliði Berserkja en kom til baka og vann 1-4 sigur. Karel Sigurðsson kom Berserkjum yfir á 7. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Viktor Smári Segatta metin. Jóhannes Hilmarsson, Agnar Guðjónsson og Viktor Smári bættu svo við mörkum og Seltirningar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Þór situr á botni Inkasso-deildarinnar eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum og er núna dottinn út úr bikarkeppninni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar voru Ægismenn ískaldir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Orri Freyr Hjaltalín brenndi af fjórðu spyrnu Þórs. Lokatölur 3-5 eftir vítakeppni. Þrír aðrir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Kolbeinn Kárason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í leik tveggja Inkasso-deildarliða á Leiknisvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Skúli E. Kristjánsson Sigurz, lánsmaður frá Breiðabliki, Leikni yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Tíu mínútum síðar jafnaði Þróttur metin með sjálfsmarki Halldórs Kristins Halldórssonar. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kolbeinn svo sigurmark Leiknis með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Leóssonar. Selfoss, topplið Inkasso-deildarinnar, þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna 3. deildarlið Kára á heimavelli. Lokatölur 3-2, Selfossi í vil. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og eftir korter var staðan orðin 2-0, heimamönnum í vil. Alfi Conteh Lacalle og James Mack skoruðu mörkin. Káramenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin með mörkum Andra Júlíussonar og Arnórs Snæs Guðmundssonar. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Ingi Vignisson sigurmark Selfyssinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Giordano Pantano. Grótta lenti undir gegn 3. deildarliði Berserkja en kom til baka og vann 1-4 sigur. Karel Sigurðsson kom Berserkjum yfir á 7. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Viktor Smári Segatta metin. Jóhannes Hilmarsson, Agnar Guðjónsson og Viktor Smári bættu svo við mörkum og Seltirningar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira