Samgönguráðherra segir gagnrýni byggða á villandi talnaleikfimi Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, lætur skoða kosti veggjalda til að að ráðast í stórframkvæmdir. vísir/vilhelm „Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
„Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00