HB Statz: FH á þrjá bestu leikmennina í úrslitaeinvíginu til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Anton Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira