Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 21:36 Frá slysstað. mynd/höskuldur birkir Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent