Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 14:15 Þeir Petyr og Eddard áttu sér mikla forsögu áður en saga þáttanna byrjaði. V'isir/HBO George RR Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókanna, sem Game of Thrones þættirnir byggja á, hefur staðfest að unnið sé að gerð annarra þáttaraða úr söguheimi hans. Nú líður að lokum Game of Thrones og starfsmenn HBO hafa reynt að finna leiðir til að halda ævintýrinu áfram. Þáttaraðirnar sem verið er að vinna að eru þó fimm, en ekki fjórar eins og fyrri fregnir sögðu til um. Sem verða að teljast góðar fréttir þrátt fyrir að ekki sé öruggt að það verði af þeim öllum. Á bloggsíðu sinni segir Martin að honum sé illa við hugtakið „spinoff“ sem hefur verið notað um þáttaraðirnar nýju í fjölmiðlum. Ekki sé um að ræða þætti eins og Joey eða Frasier, þar sem persónur úr þáttum halda áfram í öðrum þáttum. Söguheimur GRRM er risastór, YUGE, og spannar þúsundir ára. Það væri í raun hægt að halda framleiðslu þátta úr þessum heimi áfram til margra, margra ára. Auk aðalbókanna hefur höfundurinn skrifað þó nokkrar bækur um sérstakar sögur heimsins. „Allar hugmyndirnar sem unnið er með eru forsögur, en ekki framhaldssögur. Sumar þeirra munu ef til vill ekki einu sinni gerast í Westeros,“ skrifar Martin. Hann gefur einnig í skyn engin af þeim persónum sem eru nú í þáttunum muni snúa aftur. Því segist hann vilja nota hugtakið „successor show“ eða nokkurs konar arftaka-þættir.Uppreisninni ekki gerð skil Martin segir enn fremur að hann hafi kynnt tvær mögulegar þáttaraðir fyrir starfsmönnum HBO í ágúst og að önnur þeirra sé nú í vinnslu. Þá voru fleiri rithöfundar sem komu að verkefninu og vann hann með þeim öllum, ekki bara tveimur þeirra eins og fyrri fréttir sögðu til um. Þeir fjórir rithöfundar sem HBO er búið að opinbera eru þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. Martin segist ekki vilja opinbera hver sá fimmti er. „Eina markmiðið sem allir eru með, er að gera þessi þætti jafn góða og Game of Thrones.“ Hann vill ekki segja til um hvaða sögur verða teknar fyrir í þættinum. Hins vegar segir hann að Uppreisn Roberts verði ekki gerð skil í nýju þáttunum. Því þeir sem lesið hafa bækurnar viti nánast allt sem gerist í henni. Þá verður ekki fjallað um sögurnar um Dunk & Egg. Eins og svo oft áður endar Martin færsluna sína á því að segja að hann sé áfram að vinna að Winds of Winter. Hann sé hins vegar svo upptekinn og sé að flakka á milli verkefna. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
George RR Martin, höfundur A Song of Ice and Fire bókanna, sem Game of Thrones þættirnir byggja á, hefur staðfest að unnið sé að gerð annarra þáttaraða úr söguheimi hans. Nú líður að lokum Game of Thrones og starfsmenn HBO hafa reynt að finna leiðir til að halda ævintýrinu áfram. Þáttaraðirnar sem verið er að vinna að eru þó fimm, en ekki fjórar eins og fyrri fregnir sögðu til um. Sem verða að teljast góðar fréttir þrátt fyrir að ekki sé öruggt að það verði af þeim öllum. Á bloggsíðu sinni segir Martin að honum sé illa við hugtakið „spinoff“ sem hefur verið notað um þáttaraðirnar nýju í fjölmiðlum. Ekki sé um að ræða þætti eins og Joey eða Frasier, þar sem persónur úr þáttum halda áfram í öðrum þáttum. Söguheimur GRRM er risastór, YUGE, og spannar þúsundir ára. Það væri í raun hægt að halda framleiðslu þátta úr þessum heimi áfram til margra, margra ára. Auk aðalbókanna hefur höfundurinn skrifað þó nokkrar bækur um sérstakar sögur heimsins. „Allar hugmyndirnar sem unnið er með eru forsögur, en ekki framhaldssögur. Sumar þeirra munu ef til vill ekki einu sinni gerast í Westeros,“ skrifar Martin. Hann gefur einnig í skyn engin af þeim persónum sem eru nú í þáttunum muni snúa aftur. Því segist hann vilja nota hugtakið „successor show“ eða nokkurs konar arftaka-þættir.Uppreisninni ekki gerð skil Martin segir enn fremur að hann hafi kynnt tvær mögulegar þáttaraðir fyrir starfsmönnum HBO í ágúst og að önnur þeirra sé nú í vinnslu. Þá voru fleiri rithöfundar sem komu að verkefninu og vann hann með þeim öllum, ekki bara tveimur þeirra eins og fyrri fréttir sögðu til um. Þeir fjórir rithöfundar sem HBO er búið að opinbera eru þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. Martin segist ekki vilja opinbera hver sá fimmti er. „Eina markmiðið sem allir eru með, er að gera þessi þætti jafn góða og Game of Thrones.“ Hann vill ekki segja til um hvaða sögur verða teknar fyrir í þættinum. Hins vegar segir hann að Uppreisn Roberts verði ekki gerð skil í nýju þáttunum. Því þeir sem lesið hafa bækurnar viti nánast allt sem gerist í henni. Þá verður ekki fjallað um sögurnar um Dunk & Egg. Eins og svo oft áður endar Martin færsluna sína á því að segja að hann sé áfram að vinna að Winds of Winter. Hann sé hins vegar svo upptekinn og sé að flakka á milli verkefna.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira