Johnson er auðvitað helst þekktur fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi á ÓL í Seoul árið 1988. Í því hlaupi setti hann heimsmet í 100 metra hlaupi. Fram að því var hann dáður enda fljótasti maður heims.
Í auglýsingunni er talað af mikilli léttúð um steranotkun og leikið sér á fyndinn hátt með frasa er tengjast ólöglegri lyfjanotkun.
Íþróttamálaráðherra Ástralíu ásamt fleiri stjórnmálamönnum og lyfjayfirvöldum í landinu eru brjáluð út af auglýsingunni og vilja að hætt verði að sýna hana.
Veðmálafyrirtækið tekur það aftur á móti ekki í mál. Auglýsingin verður sýnd áfram en þú getur séð hana hér fyrir neðan.