Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2017 23:30 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, gengur hér fremstur í flokki. Vísir/Getty Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08