Gunnlaugur: Þýðir ekki að grenja yfir því hvaða lið við fáum í byrjun Smári Jökull Jónsson skrifar 14. maí 2017 19:24 Gunnlaugur Jónsson er þjálfari Skagamanna. vísir/ernir Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna reyndi að sjá jákvæða punkta í leik sinna manna eftir tapið gegn KR í kvöld. Skagamenn eru stigalausir eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Ég tel að það sé margt jákvætt að taka úr leiknum. Fyrri hálfleikur er mikið heilsteyptari en í fyrstu tveimur leikjunum. Þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir þá erum við að gera margt ágætlega varnarlega. Það er kraftur í okkur í lokin. Við erum kannski ekki að fá mikið að færum en erum að gera atlögu að því að jafna leikinn. Niðurstaðan eftir þrjá leiki er núll stig og það er ekki ásættanlegt,“ sagði Gunnlaugur við Vísi að leik loknum í kvöld. Skagamenn voru bitlausir fram á við lengst af og sköpuðu sér lítið af færum gegn þéttu KR-liði. Þeir fengu hins vegar vítaspyrnu undir lokin og hefðu með heppni getað sett jöfnunarmarkið undir lokin. „Við settum mikinn fókus á það að verja okkar mark. Við fáum ekki mikið af færum en eitt til tvö ágætis færi í fyrri hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað jafnað í lokin og það voru vonbrigði að fá á sig þetta annað mark á okkur í seinni hálfleiknum. Mér fannst þannig lagað ekki vera neitt svakalegt í gangi. Svona er þetta, við þurfum að halda áfram.“ Skagamenn hafa mætt meistarakandídötunum í FH, Val og KR í fyrstu þremur umferðunum og eins og áður segir ekki enn náð í stig. „Svona valdist þetta og þetta var byrjunin sem beið okkar. Vissulega vildum við fá aðeins meira en núll stig en við getum ekkert grenjað yfir því hvaða lið við fáum í byrjun. Næst er það Grindavík heima og við verðum bara að vera klárir fyrir þann leik,“ bætti Gunnlaugur við. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik ÍA gegn FH, byrjaði á bekknum í dag og gat ekki leikið vegna meiðsla. „Við tókum ekki sénsinn á honum í dag. Hann á við smá meiðsli að stríða aftan í læri og eftir upphitun ákváðum við að tefla honum ekki inn sem varamanni. Hann verður klár eftir viku,“ sagði Gunnlaugur sem var þó ánægður að sjá markahæsta mann Íslandsmótsins í fyrra, Garðar Gunnlaugsson, skora en hann byrjaði inn á í fyrsta sinn á tímabilinu. „Hann kom inn í hálfleik í síðasta leik og spilar 90 mínútur í dag. Það er mikilvægt að fá mínútur á bakið á honum. Hann mun vonandi nálgast sitt besta form bráðlega,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Leik lokið: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag. 14. maí 2017 20:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn