Segir umræðu um rafrettur ekki byggja á staðreyndum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 20:32 Talsverður ágreiningur hefur verið um gagnsemi rafretta og mögulega skaðsemi þeirra. Sumir segja þær hafa valdið byltingu í tóbaksvörnum og er Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir, einn þeirra en hann segir að umræðan um rafrettur á Íslandi sé á villigötum og að hún byggi ekki á vísindum eða staðreyndum. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi segi fólki ekki satt og fari með rangfærslur um rafrettur. „Við gefum ekki út skilaboðin rétt og á meðan við gerum það erum við að gefa samt skilaboð um að allar þessar vörur séu jafn hættulegar, sem þær eru alls ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur stendur fyrir ráðstefnu um byltingar í tóbaksvörnum á morgun í Háskólabíói þar sem niðurstöður tveggja nýlegra skýrslna frá Lýðheilsustofnun Englands og Royal Collage og Physicians. „Við eigum að promotera það að fólk forði sér frá sígarettum, við eigum að hjálpa fólki sem getur ekki hætt. Við eigum að segja fólki rétt frá og gefa því valið. Við verðum að sýna því heiðarleika. Við sýnum því ekki fordóma eins og við gerum í dag. Fordæmingu og fordóma sem felast í þessum lögum sem ég er að sjá í dag,“ segir Guðmundur og vísar í nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Á ráðstefnunni á morgun mun Aaron Biebert sýna heimildarmynd sína A Billion Lives sem hefur vakið mikla athygli. „Við ferðuðumst um heiminn, til fjögurra heimsálfa, og tókum viðtöl við heilsusérfræðinga í fremstu röð, þar á meðal fólk frá WHO og World Medical Association. Við spurðum hver sannleikurinn væri því það er svo mikill ruglingur í gangi um þetta. Við komumst að því að það væri mikil brenglun og ruglingur þarna úti um það hvort þessi nýju tæki séu öruggari en reykingar eða hvort þau hjálpi reykingamönnum. Og svarið er: Já, þau hjálpa tvímælalaust reykingamönnum úti um allan heim að hætta að reykja,“ segir Biebert. Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Telur alvarlegt að heilbrigðisyfirvöld segi ekki satt um veipur "Það er alvarlegt mál þegar heilbrigðisyfirvöld eru ekki að segja fólki satt,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um það sem hann segir rangfærslur um veipur, eða rafrettur. 12. maí 2017 07:15 Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Flutti inn rafrettur og hlaut sekt Maðurinn var dæmdur til 200 þúsund króna sektar og til að greiða allan sakarkostnað, samtals 981 þúsund krónur. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Talsverður ágreiningur hefur verið um gagnsemi rafretta og mögulega skaðsemi þeirra. Sumir segja þær hafa valdið byltingu í tóbaksvörnum og er Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir, einn þeirra en hann segir að umræðan um rafrettur á Íslandi sé á villigötum og að hún byggi ekki á vísindum eða staðreyndum. Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi segi fólki ekki satt og fari með rangfærslur um rafrettur. „Við gefum ekki út skilaboðin rétt og á meðan við gerum það erum við að gefa samt skilaboð um að allar þessar vörur séu jafn hættulegar, sem þær eru alls ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur stendur fyrir ráðstefnu um byltingar í tóbaksvörnum á morgun í Háskólabíói þar sem niðurstöður tveggja nýlegra skýrslna frá Lýðheilsustofnun Englands og Royal Collage og Physicians. „Við eigum að promotera það að fólk forði sér frá sígarettum, við eigum að hjálpa fólki sem getur ekki hætt. Við eigum að segja fólki rétt frá og gefa því valið. Við verðum að sýna því heiðarleika. Við sýnum því ekki fordóma eins og við gerum í dag. Fordæmingu og fordóma sem felast í þessum lögum sem ég er að sjá í dag,“ segir Guðmundur og vísar í nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur. Á ráðstefnunni á morgun mun Aaron Biebert sýna heimildarmynd sína A Billion Lives sem hefur vakið mikla athygli. „Við ferðuðumst um heiminn, til fjögurra heimsálfa, og tókum viðtöl við heilsusérfræðinga í fremstu röð, þar á meðal fólk frá WHO og World Medical Association. Við spurðum hver sannleikurinn væri því það er svo mikill ruglingur í gangi um þetta. Við komumst að því að það væri mikil brenglun og ruglingur þarna úti um það hvort þessi nýju tæki séu öruggari en reykingar eða hvort þau hjálpi reykingamönnum. Og svarið er: Já, þau hjálpa tvímælalaust reykingamönnum úti um allan heim að hætta að reykja,“ segir Biebert.
Tengdar fréttir Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00 Telur alvarlegt að heilbrigðisyfirvöld segi ekki satt um veipur "Það er alvarlegt mál þegar heilbrigðisyfirvöld eru ekki að segja fólki satt,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um það sem hann segir rangfærslur um veipur, eða rafrettur. 12. maí 2017 07:15 Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Flutti inn rafrettur og hlaut sekt Maðurinn var dæmdur til 200 þúsund króna sektar og til að greiða allan sakarkostnað, samtals 981 þúsund krónur. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata gjalda varhug við frumvarpi heilbrigðisráðherra um að banna rafrettur. Með frumvarpinu er lagt til að sömu reglur gildi um sölu á rafsígarettum og um tóbak. 26. apríl 2017 07:00
Telur alvarlegt að heilbrigðisyfirvöld segi ekki satt um veipur "Það er alvarlegt mál þegar heilbrigðisyfirvöld eru ekki að segja fólki satt,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um það sem hann segir rangfærslur um veipur, eða rafrettur. 12. maí 2017 07:15
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12
Flutti inn rafrettur og hlaut sekt Maðurinn var dæmdur til 200 þúsund króna sektar og til að greiða allan sakarkostnað, samtals 981 þúsund krónur. 13. maí 2017 07:00