„Tortímandinn“ hefur látið ógilda 1500 barnahjónabönd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2017 14:36 Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, ásamt Theresu Kachindamoto í Malaví. Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto. Malaví Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Nýlega tóku í gildi lög í Malaví þar sem stjórnarskrá landsins var breytt á þann veg að nú er ólöglegt að gifta sig fyrir 18 ára aldur. Malavíska þingið samþykkti um miðjan febrúar að breyta stjórnarskránni á þennan veg og í lok apríl staðfesti Peter Mutharika, forseti Malaví, breytinguna. Með henni er lokað fyrir smugu sem var í lögum Malaví og kváðu á um að leyfilegt væri að giftast 15 ára gömlum börnum ef foreldrarnir gæfu leyfi fyrir því.Mikið um barnahjónabönd í Malaví Lagabreytingin er þýðingarmikil í baráttunni gegn barnahjónaböndum í landinu en samkvæmt UNICEF er Malaví með 11. hæsta hlutfall barnahjónabanda í heiminum. Eru það aðallega ungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum þegar þær eru enn á barnsaldri. Einn ötulasti baráttumaðurinn gegn barnahjónaböndum í Malaví er Theresa Kachindamoto sem gengur jafnan undir nafninu „The Terminator“ eða „Tortímandinn.“ Ástæðan fyrir gælunafninu er sú að hún hefur á undanförnum sex árum látið ógilda 1500 barnahjónabönd og hjálpað stúlkum að komast aftur í skóla.Fræðir foreldra, karlmenn og stúlkur um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda Kachindamoto er einn af 300 héraðshöfðingjum í Malaví sem UN Women veita fjárhagslega og tæknilega aðstoð við að binda endi á barnahjónabönd. Í landinu er hlutverk héraðshöfðingjanna meðal annars að varðveita hefðir samfélagsins en það veitir þeim rétt til að afnema skaðlega siði á borð við þvinguð barnahjónabönd. Alls ræður Kachindamoto yfir 551 þorpi og hlutverk hennar meðal annars fólgið í því að leiðbeina þorpshöfðingjunum við að fræða íbúa þorpanna, foreldra, karlmenn og stúlkurnar sjálfar um alvarlegar afleiðingar barnahjónabanda fyrir stúlkur og konur. Þá fá kennarar einnig fræðslu en margir þeirra eru haldnir fordómum gagnvart barnsungum mæðrum sem koma aftur í skóla eftir að hafa eignast barn.Hægt að leggja baráttunni lið Með vinnu sinni hvetur Kachindamoto til viðhorfsbreytingar á meðal þorpsbúa en hún leggur mikla áherslu á að stúlkur gangi í skóla. Þá vinnur hún hörðum höndum að því að koma stúlkum sem hafa verið giftar í skóla. Ef einhver þorpshöfðingi undir stjórn Kachindamoto leyfir barnahjónaband er honum umsvifalaust vikið úr starfi en nú þegar hefur „Tortímandinn“ rekið fimm höfðingja úr embætti. Barátta hennar gegn barnahjónaböndum heldur áfram en Íslendingar geta stutt við málefnið með þvía ð senda sms-ið KONUR í símanúmerið 1900 og lagt þannig sitt af mörkum við að ógilda barnahjónabönd í Malaví. Hér að neðan má sjá umfjöllun UN Women um Kachindamoto og barnahjónabönd í Malaví og hér má lesa ítarlegt viðtal við Kachindamoto.
Malaví Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira