Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 19:30 Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Efnahagsmál Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Efnahagsmál Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira