„Í dag eru 140 (hundraðogfjörutíu) dagar síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var seinast viðstaddur atkvæðagreiðslu á Alþingi. Alls hefur hann verið viðstaddur einungis 12,8% atkvæðagreiðslna á þessu þingi. Seinast var Sigmundur viðstaddur atkvæðagreiðslu á þingi 22. desember 2016,“ segir í færslu Helga.
Þar kemur jafnframt fram að Sigmundur sé aðalmaður í Utanríkismálanefnd: „Af 13 (þrettán) fundum Utanríkismálanefndar hefur Sigmundur mætt einungis 4 sinnum.
Einu sinni 45 mínútum of seint.
Einu sinni 56 mínútum of seint.
Einu sinni 1 klukkustund og 41 mínútu of seint.
Einu sinni 20 mínútum of seint.
Í öll hin 9 (níu) skiptin var Sigmundur fjarverandi á fundum nefndarinnar án þess að boða forföll.“
Sigmundur Davíð hefur ekki kallað inn varamann sinn á þessu þingi. Meðal þeirra sem leggja orð í belg á síðu Helga er þingmaður Pírata, Smári McCarthy. Og hann á því ekki að venjast að sjá Sigmund í þinghúsinu, hvar Sigmundur Davíð mun sjaldséður.
„Mér krossbregður í hvert skipti sem ég sé hann í þinghúsinu. Hann mætti á nefndarfund einu sinni þegar ég var að staðgengla í utanríkismálanefnd. Þá gerðum við í minni hlutanum bókun um að mæting þingmanna meirihlutans væri óviðunandi. Sigmundur Davíð vildi ekki vera með á bókuninni,“ segir Smári.