KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2017 06:00 Svartir búningar Akureyrar sjást ekki framar. vísir/stefán Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Sjá meira
Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti