Vorboðinn ljúfi og glimmerhúðaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. maí 2017 07:00 Karnivalið er handan við hornið. Á laugardaginn verður fjörlegri systir heilagra jóla haldin hátíðleg í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er á dagskrá. Og ég er upp á mitt absalút besta. Ég er hvorki trúuð persóna né sérstaklega spiritúal. Í maímánuði hvers árs verður þó roknabreyting þar á. Sumir tilbiðja Jesú Krist, aðrir Múhameð spámann. Kvöldbænirnar mínar eru hins vegar í nafni Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, og ef þið viljið komast inn í himnaríki, hvar líkömnuð útgáfa lagsins Angel með Two Tricky fer með lyklavöld, er nauðsynlegt að fara að fordæmi mínu. Eftir hamfarirnar 2015, þegar þjóðinni láðist að biðja Jon-Ola-Sand-bænirnar og Friðrik Dór tók í kjölfarið ekki þátt í Eurovision, hef ég hætt að einblína á gengi okkar Íslendinga í keppninni. Nú skiptir hið alltumlykjandi konsept höfuðmáli. Það er heitt grillið á pallinum, hvernig sem djöfulsins viðrar, og kaldur Somersby með röri. Það eru góðir vinir. Það eru Paula og Ovi frá Rúmeníu að þykjast spila á píanó sem hringast í kringum þau eins og naðra að maula halann á sér. Eurovision er gullstrákar frá Ísrael og spengilegar gellur af Balkanskaganum. Sólbrún, grísk goð að rífa hvítar dragtir utan af ámóta goðumlíkum dönsurum. Mummi vinur minn að bölsótast út í dönsku þjóðina fyrir að selja okkur fyrst ormétið mjöl og gefa okkur svo bara þrjú stig. Hinn franski Jessy Matador í alhvítum sportklæðnaði. Tandurhrein gleði og kátína. Með þessu vil ég minna lesendur á að veislan er eftir ærandi fáa daga og Eurovision-partí skipuleggja sig ekki sjálf. Jon Ola Sand veri með ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun
Karnivalið er handan við hornið. Á laugardaginn verður fjörlegri systir heilagra jóla haldin hátíðleg í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er á dagskrá. Og ég er upp á mitt absalút besta. Ég er hvorki trúuð persóna né sérstaklega spiritúal. Í maímánuði hvers árs verður þó roknabreyting þar á. Sumir tilbiðja Jesú Krist, aðrir Múhameð spámann. Kvöldbænirnar mínar eru hins vegar í nafni Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, og ef þið viljið komast inn í himnaríki, hvar líkömnuð útgáfa lagsins Angel með Two Tricky fer með lyklavöld, er nauðsynlegt að fara að fordæmi mínu. Eftir hamfarirnar 2015, þegar þjóðinni láðist að biðja Jon-Ola-Sand-bænirnar og Friðrik Dór tók í kjölfarið ekki þátt í Eurovision, hef ég hætt að einblína á gengi okkar Íslendinga í keppninni. Nú skiptir hið alltumlykjandi konsept höfuðmáli. Það er heitt grillið á pallinum, hvernig sem djöfulsins viðrar, og kaldur Somersby með röri. Það eru góðir vinir. Það eru Paula og Ovi frá Rúmeníu að þykjast spila á píanó sem hringast í kringum þau eins og naðra að maula halann á sér. Eurovision er gullstrákar frá Ísrael og spengilegar gellur af Balkanskaganum. Sólbrún, grísk goð að rífa hvítar dragtir utan af ámóta goðumlíkum dönsurum. Mummi vinur minn að bölsótast út í dönsku þjóðina fyrir að selja okkur fyrst ormétið mjöl og gefa okkur svo bara þrjú stig. Hinn franski Jessy Matador í alhvítum sportklæðnaði. Tandurhrein gleði og kátína. Með þessu vil ég minna lesendur á að veislan er eftir ærandi fáa daga og Eurovision-partí skipuleggja sig ekki sjálf. Jon Ola Sand veri með ykkur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun