Með grátstafinn í kverkunum í ræðustól á eldhúsdegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 22:19 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, í pontu í kvöld. Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Nichole var á einlægu nótunum og kvaðst þakklát fyrir að flytja ræðu í eldhúsdagsumræðum en henni taldist að hún væri annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að gera slíkt þar sem Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafði tekið til máls fyrr í umræðunum. „Eflaust finnst ekki öllum það merkilegt en mig langar að segja ykkur af hverju mér finnst það merkilegt,“ sagði Nichole og hélt síðan áfram þar sem hún klökknaði í ræðustól þingsins. „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er; ég er öðruvísi,“ sagði Nichole en einhverjir muna eflaust eftir því þegar hún lokaði Facebook-reikningum sínum í mars síðastliðnum vegna svívirðinga sem gengu yfir hana á samfélagsmiðlinum. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ sagði Nichole þá í samtali við Vísi en hún hefur aftur opnað Facebook-reikninginn. Ræðu Nichole má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, var með grátstafinn í kverkunum við upphaf þingræðu sinnar á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Nichole var á einlægu nótunum og kvaðst þakklát fyrir að flytja ræðu í eldhúsdagsumræðum en henni taldist að hún væri annar innflytjandinn af fyrstu kynslóð til að gera slíkt þar sem Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafði tekið til máls fyrr í umræðunum. „Eflaust finnst ekki öllum það merkilegt en mig langar að segja ykkur af hverju mér finnst það merkilegt,“ sagði Nichole og hélt síðan áfram þar sem hún klökknaði í ræðustól þingsins. „Það hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir mig að vera innflytjandi á Alþingi og líklega hefur það ekki farið framhjá neinum. Ég er ekki með allt á hreinu og stundum mismæli ég mig. Ég er fulltrúi fyrir flokk sem situr í ríkisstjórn á tímum þegar það er einfaldlega ekki vinsæll kostur að vera við völd. Ég hef hugsað með sjálfri mér hvort það væri ekki bara einfaldara að vera í stjórnarandstöðu því ég er eins og ég er; ég er öðruvísi,“ sagði Nichole en einhverjir muna eflaust eftir því þegar hún lokaði Facebook-reikningum sínum í mars síðastliðnum vegna svívirðinga sem gengu yfir hana á samfélagsmiðlinum. „Ég vil ekki að fólk banki uppá hjá mér og tali svona við mig. Fyrir framan börnin mín. Með ósanngjörnum og óréttlátum hætti. Og ég vil það ekki heldur á Facebook. Þá vil ég frekar loka fyrir þetta. Ég vil hlífa fjölskyldu minni og mínum nánustu við þessu,“ sagði Nichole þá í samtali við Vísi en hún hefur aftur opnað Facebook-reikninginn. Ræðu Nichole má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25 Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52 Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn. 29. maí 2017 20:25
Óttar sagði stöðu heilbrigðismála góða „í stóra samhenginu“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddi ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu heilbrigðismála í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 29. maí 2017 21:52
Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. 29. maí 2017 21:16