Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2017 12:09 Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen, sem hér ræðir við fjölmiðla, skipaði hana þó dómara. Vísir/Ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur afhent forseta Alþingis tillögu sína að skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt. Tillagan kveður á um að eftirtaldir verði skipaðir dómarar við Landsrétt: Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson. Sjá einnig: Þau voru metin hæfust í dómarasætið Athygli vekur að dómararnir fimmtán sem ráðherra vill skipa eru ekki að öllu leyti þeir sömu og sérstök hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn. Sigríður Á. Andersen skipar ellefu af þeim fimmtán sem nefndin lagði til en gerir fjórar breytingar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, var metinn einn af fimmtán hæfustu en hlaut ekki náð fyrir augum ráherra.Vísir/ÞÞ Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari var ekki á lista hæfnisnefndarinnar en verður skipuð samþykki Alþingi tillögu ráðherra. Arnfríður er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og flokksbróður ráðherra. Þeir fjórir sem metnir voru meðal þeirra fimmtán hæfustu en fengu ekki náð fyrir augum ráðherra eru: Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í þeirra stað skipaði ráðherra auk Arnfríðar Ásmund Helgason héraðsdómara, Jón Finnbjörnsson héraðsdómaria og Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómara. „Um rökstuðning vísast til meðfylgjandi fylgiskjals ráðherra með bréfi til forseta Alþingis sem lagt var fyrir Alþingi samhliða tillögu um skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt,“ segir í tilkynningu frá ráðherra. Fylgiskjalið má finna hér að neðan. Ásmundur Helgason héraðsdómari er einn þeirra sem nefndin mat ekki meðal fimmtán hæfustu en ráðherra metur hæfan og skipar. 24 hæfir að mati ráðherra Í fylgiskjali ráðherra kemur fram að það sé hennar mat að alls 24 umsækjendur hafi komið til greina í embættið, þ.e. verið hæfir til að gegna því. Ekki aðeins þeir fimmtán sem nefndin tiltók. Alls sóttu 37 um stöðu dómara. „Eftir að hafa farið yfir öll gögn málsins, þ.m.t. umsóknir, umsögn dómnefndar, andmæli umsækjenda og vinnugögn nefndarinnar, sem ráðherra kallaði sérstaklega eftir, er það niðurstaða ráðherra að fleiri umsækjendur hafi komið til greina heldur en tilteknir hafi verið í ályktarorðum dómnefndar,“ segir ráðherra. „Mat á hæfni umsækjenda um starf er alltaf vandasamt. Fyrir utan hlutlæga þætti sem meta þarf er útilokað annað en að huglægir þættir komi einnig til skoðunar. Í tilviki þegar skipa á dómara kunna ólík sjónarmið að eiga við um skipun dómara við Hæstarétt, Landsrétt eða héraðsdóm. Þau sjónarmið kunna líka að vera breytileg frá einum tíma til annars. Eina ófrávíkjanlega krafan sem hlýtur að vera gerð er að til embættisins veljist hæfir einstaklingar og að þeir búi yfir kostum sem renni raunverulegum stoðum undir hið mikilvæga starf sem fram innan réttarins í samstarfi við aðra sem þar starfa. Mat á þessu verður aldrei vélrænt og aldrei þannig að hægt sé að skilja á milli feigs og ófeigs með einkunn upp á til að mynda 0,025 á kvarðanum 1-10. Það er ljóst af gögnum málsins, og að því gefnu að fyrirliggjandi matsþættir verði taldir eðlilegir og einkunnir umsækjenda eðlilegar, að vægi hvers matsþáttar hefur úrslitaáhrif á það hvernig umsækjendur raðast. Ekkert í reglum nr. 620/2010 um störf nefndarinnar kallar á slík vinnubrögð.“ Nefndir áður sniðgengnar Ekki er um að ræða fyrsta skipti sem ráðherra fer ekki eftir hæfnis- eða matsnefnd við skipan. Frægasta dæmið í stétt dómara er líklega frá árinu 2007 þegar Árni Matthiesen skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar, dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Hann var ekki á meðal þeirra hæfustu að mati matsnefndar.Þorsteinn sagðist vonast til að standa undir því trausti sem honum væri sýnt með skipuninni. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir 37 sóttu um stöðu Landsréttardómara 15 embætti dómara verða við Landsrétt sem mun taka til starfa 1. janúar 2018. 2. mars 2017 15:37 Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. 22. febrúar 2017 13:15 Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Aldrei í sögunni hafa Hæstarétti borist fleiri mál en í fyrra. Talið er að eftir að Landsréttur hefur störf verði málin í mesta lagi 100. Næstu árin mótar Hæstiréttur eigin störf og af því ræðst málafjöldi réttarins. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefur afhent forseta Alþingis tillögu sína að skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt. Tillagan kveður á um að eftirtaldir verði skipaðir dómarar við Landsrétt: Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson. Sjá einnig: Þau voru metin hæfust í dómarasætið Athygli vekur að dómararnir fimmtán sem ráðherra vill skipa eru ekki að öllu leyti þeir sömu og sérstök hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við réttinn. Sigríður Á. Andersen skipar ellefu af þeim fimmtán sem nefndin lagði til en gerir fjórar breytingar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, var metinn einn af fimmtán hæfustu en hlaut ekki náð fyrir augum ráherra.Vísir/ÞÞ Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari var ekki á lista hæfnisnefndarinnar en verður skipuð samþykki Alþingi tillögu ráðherra. Arnfríður er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og flokksbróður ráðherra. Þeir fjórir sem metnir voru meðal þeirra fimmtán hæfustu en fengu ekki náð fyrir augum ráðherra eru: Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í þeirra stað skipaði ráðherra auk Arnfríðar Ásmund Helgason héraðsdómara, Jón Finnbjörnsson héraðsdómaria og Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómara. „Um rökstuðning vísast til meðfylgjandi fylgiskjals ráðherra með bréfi til forseta Alþingis sem lagt var fyrir Alþingi samhliða tillögu um skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt,“ segir í tilkynningu frá ráðherra. Fylgiskjalið má finna hér að neðan. Ásmundur Helgason héraðsdómari er einn þeirra sem nefndin mat ekki meðal fimmtán hæfustu en ráðherra metur hæfan og skipar. 24 hæfir að mati ráðherra Í fylgiskjali ráðherra kemur fram að það sé hennar mat að alls 24 umsækjendur hafi komið til greina í embættið, þ.e. verið hæfir til að gegna því. Ekki aðeins þeir fimmtán sem nefndin tiltók. Alls sóttu 37 um stöðu dómara. „Eftir að hafa farið yfir öll gögn málsins, þ.m.t. umsóknir, umsögn dómnefndar, andmæli umsækjenda og vinnugögn nefndarinnar, sem ráðherra kallaði sérstaklega eftir, er það niðurstaða ráðherra að fleiri umsækjendur hafi komið til greina heldur en tilteknir hafi verið í ályktarorðum dómnefndar,“ segir ráðherra. „Mat á hæfni umsækjenda um starf er alltaf vandasamt. Fyrir utan hlutlæga þætti sem meta þarf er útilokað annað en að huglægir þættir komi einnig til skoðunar. Í tilviki þegar skipa á dómara kunna ólík sjónarmið að eiga við um skipun dómara við Hæstarétt, Landsrétt eða héraðsdóm. Þau sjónarmið kunna líka að vera breytileg frá einum tíma til annars. Eina ófrávíkjanlega krafan sem hlýtur að vera gerð er að til embættisins veljist hæfir einstaklingar og að þeir búi yfir kostum sem renni raunverulegum stoðum undir hið mikilvæga starf sem fram innan réttarins í samstarfi við aðra sem þar starfa. Mat á þessu verður aldrei vélrænt og aldrei þannig að hægt sé að skilja á milli feigs og ófeigs með einkunn upp á til að mynda 0,025 á kvarðanum 1-10. Það er ljóst af gögnum málsins, og að því gefnu að fyrirliggjandi matsþættir verði taldir eðlilegir og einkunnir umsækjenda eðlilegar, að vægi hvers matsþáttar hefur úrslitaáhrif á það hvernig umsækjendur raðast. Ekkert í reglum nr. 620/2010 um störf nefndarinnar kallar á slík vinnubrögð.“ Nefndir áður sniðgengnar Ekki er um að ræða fyrsta skipti sem ráðherra fer ekki eftir hæfnis- eða matsnefnd við skipan. Frægasta dæmið í stétt dómara er líklega frá árinu 2007 þegar Árni Matthiesen skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar, dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Hann var ekki á meðal þeirra hæfustu að mati matsnefndar.Þorsteinn sagðist vonast til að standa undir því trausti sem honum væri sýnt með skipuninni.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir 37 sóttu um stöðu Landsréttardómara 15 embætti dómara verða við Landsrétt sem mun taka til starfa 1. janúar 2018. 2. mars 2017 15:37 Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. 22. febrúar 2017 13:15 Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Aldrei í sögunni hafa Hæstarétti borist fleiri mál en í fyrra. Talið er að eftir að Landsréttur hefur störf verði málin í mesta lagi 100. Næstu árin mótar Hæstiréttur eigin störf og af því ræðst málafjöldi réttarins. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Sjá meira
37 sóttu um stöðu Landsréttardómara 15 embætti dómara verða við Landsrétt sem mun taka til starfa 1. janúar 2018. 2. mars 2017 15:37
Kyn ekki haft til hliðsjónar við skipan dómara Dómsmálaráðherra segir skipta öllu máli að hæfir einstaklingar ráðist til dómarastarfa á öllum dómstigum. 22. febrúar 2017 13:15
Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Aldrei í sögunni hafa Hæstarétti borist fleiri mál en í fyrra. Talið er að eftir að Landsréttur hefur störf verði málin í mesta lagi 100. Næstu árin mótar Hæstiréttur eigin störf og af því ræðst málafjöldi réttarins. 17. mars 2017 07:00