Stuðningsmannafélagið Kári setti fram óviðeigandi færslu á Twitter-síðu sinni um Sigurð Svein Þórðarson, Sigga Dúllu, í gær eins og fjallað var um á Vísi.
Sjá einnig: Stuðningsmenn Fjölnis fá á baukinn fyrir niðrandi færslu um Sigga Dúllu
Málið var tekið til umfjöllunar í Síðustu 20 á Stöð 2 Sport í gær en þar voru þáttastjórnendurnir Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson sammála um að framkoman væri ólíðandi.
„Þetta er til háborinnar skammar og auðvitað bara hugleysingjar sem gera svona í skjóli nafnleyndar,“ sagði Tómas Þór í þættinum í gær.
Tómas Þór sagði að Káramenn hefðu gert þau reginmistök að gagnrýna einhver sem væri með „okkar“ fyrir aftan nafnið sitt en Siggi Dúlla er bæði liðsstjóri Stjörnunnar og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
„Hann er dúllan okkar,“ sagði Tómas en umræðuna má sjá alla í spilaranum hér fyrir ofan.
Síðustu 20: Þú gagnrýnir ekki Dúlluna okkar
Mest lesið

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn

Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn



Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn
