Útvarpskona rekin fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 14:05 Katie Hopkins (til hægri) á haustþingi UKIP árið 2015. Vísir/Getty Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira