Þór náði í sín fyrstu stig í Inkasso-deildinni þegar liðið bar sigurorð af Haukum, 2-1, á Þórsvelli í dag.
Þórsarar lentu undir strax á 5. mínútu en lögðu ekki árar í bát, komu til baka og náðu í stigin þrjú.
Elton Renato Livramento Barros kom Haukum yfir fimm mínútna leik með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu.
Á 33. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu. Ármann Pétur Ævarsson fór á punktinn og jafnaði metin.
Á upphafsmínútu seinni hálfleiks skoraði Gunnar Örvar Stefánsson svo sigurmark Þórs eftir sendingu frá Jónasi Björgvini Sigurbergssyni. Lokatölur 2-1, Þór í vil.
Með sigrinum komust Þórsarar upp í 10. sæti deildarinnar. Haukar eru í 8. sætinu með fimm stig, tveimur stigum meira en Þór.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Þórsarar fengu fyrstu stigin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


