Mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Höskuldur Kári Schram skrifar 26. maí 2017 21:34 Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir. Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir.
Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira