Hornspyrnukeppni Teigsins á Stöð 2 Sport hélt áfram í kvöld og næstir að spreyta sig voru sjálfir FH-banarnir úr Grafarvoginum.
Fjölnismenn hafa verið að gera góða hluti í upphafi Pepsi-deildarinnar og fulltrúar þeirra í Hornspyrnukeppni Pepsi-deildar liðanna voru þeir Birnir Snær Ingason, Ægir Jarl Jónasson og markvörðurinn Jökull Blængsson.
Sumir Fjölnismenn áttu í smá basli, við nefnum engin nöfn en hann spilar númer 10, en Birnir Snær Ingason, stundum kallaður Binni bolti, kom sínum mönnum til bjargar í lokin.
Hér að ofan má sjá hvernig Fjölnismönnum gekk í kvöld.
Frábær endir hjá Binna bolta í hornspyrnukeppninni í kvöld | Myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið






Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“
Íslenski boltinn


Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits
Enski boltinn

ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík
Íslenski boltinn
