Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2017 10:36 „Meira en við bjuggumst við,“ segir Einar. Vísir/Vilhelm Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var sem fyrr segir ræstur á sunnudag en hann stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld. Einar segir það því hafa verið viðbúið að kvartanir myndu berast en stofnunin fylgist grannt með gangi mála og reynir að halda bæjaryfirvöldum upplýstum um það sem gerist í rekstri ofnsins. „Það var gefið að þessi vika yrði óstöðug en við teljum að þetta sé tímabundið ástand. Þessi lykt ætti að hverfa þegar ofninn kemst í fullt álag. Það hefur gengið vel síðan í fyrrakvöld að keyra ofninn upp þannig að við vonumst til að lyktin hverfi eftir það,“ segir hann. Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum. United Silicon Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira
Níutíu kvartanir vegna ólyktar hafa borist á borð Umhverfisstofnunar frá því að ljósbogaofn kísilverksmiðjunnar United Silicon var ræstur á sunnudag. Þar af hafa sjötíu kvartanir borist stofnuninni á síðustu tveimur dögum. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ segir Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var sem fyrr segir ræstur á sunnudag en hann stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Af þeim sökum barst lykt frá verksmiðjunni en ofninn var gangsettur að nýju á miðvikudagskvöld. Einar segir það því hafa verið viðbúið að kvartanir myndu berast en stofnunin fylgist grannt með gangi mála og reynir að halda bæjaryfirvöldum upplýstum um það sem gerist í rekstri ofnsins. „Það var gefið að þessi vika yrði óstöðug en við teljum að þetta sé tímabundið ástand. Þessi lykt ætti að hverfa þegar ofninn kemst í fullt álag. Það hefur gengið vel síðan í fyrrakvöld að keyra ofninn upp þannig að við vonumst til að lyktin hverfi eftir það,“ segir hann. Loftgæði eru mæld í verksmiðjunni, í nágrenni hennar og á einu heimili í Reykjanesbæ. Sýnin verða í framhaldinu send norsku loftannsóknarstofnuninni NILU. Einar segir að samkvæmt sóttvarnalækni sé fólk ekki í bráðri hættu vegna hugsanlegrar loftmengunar en hvetur fólk til þess að leita sér læknisaðstoðar finni það fyrir einkennum.
United Silicon Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira