Tumenov er að keppa hjá ACB-bardagasambandinu og hans fyrsti bardagi var gegn Ismael de Jesus.
Tumenov fékk flugstart hjá sambandinu því hann gerði sér lítið fyrir og rotaði Jesus í fyrstu lotu. Það gerði hann líka með stæl.
Eftir tvö töp í röð ákvað Tumenov að yfirgefa UFC enda sagðist hann fá betur greitt hjá ACB.
Myndband af rothögginu má sjá hér að neðan.