Hamilton og Vettel fljótastir á æfingum í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. maí 2017 17:45 Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Mónakó kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Hamilton var fljótastur, en Vettel var annar fljótastur á æfingunni einungis 0,196 sekúndum á eftir Hamilton. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji um þriðjungi úr sekúndu á eftir Hamilton. Jenson Button snéri aftur í dag og var undir stýri í McLaren bílnum sem Fernando Alonso skyldi eftir auðan þegar hann fór til Bandaríkjanna að keppa í Indy 500. Button varð 14. á æfingunni. Rétt um einum tíunda úr sekúndu á eftir liðsfélaga sínum, Stoffel Vandoorne. Fyrstu tíu ökumennirnir voru allir á sömu sekúndunni. Esteban Ocon á Force India var tíundi sléttri sekúdnu á eftir Hamilton. Nico Hulkenberg á Renault og Marcus Ericsson á Sauber voru síðastir og náðu ekki að setja tíma.Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur allra í dag.Vísir/GettySeinni æfingin Vettel var í sérflokki á seinni æfingunni. Hann var tæplega hálfri sekúndu á undan Daniel Ricciardo á Red Bull sem varð annar. Vettel var eini sem komst undir eina mínútu og 13 sekúndur. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Mercedes liðið hitti á kolranga uppstillingu bílsins á seinni æfingunni. Hamilton varð áttundi á meðan Valtteri Bottas varð 10. Þeir voru rúmlega sekúndu á eftir Vettel. Renault bíll Jolyon Palmer bilaði snemma á æfingunni og hann náði einungis að aka átta hringi. Lance Stroll á Williams missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á varnarvegg. Fjöðrunin brotnaði hægra megin að framan. Hinn ungi Stroll hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn það sem af er tímabili og mistök eins og þessi í dag gera lítið til að létta pressunni af honum. Bein útsending frá tímatökunni í Mónakó hefst klukkan 11:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30 Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00 Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30 Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1. 22. maí 2017 22:30
Alonso mun ekki vinna á Renault bíl 2018 Fernando Alonso, ökumaður McLaren liðsins í Formúlu 1 og nú Indy 500 vill aka bíl sem getur unnið keppnir á næsta ári. Renault liðið segir að bíll þess muni fyrst vera sigursæll árið 2020. 23. maí 2017 20:00
Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. 21. maí 2017 19:30