Lögregla í Manchester lokar á Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 09:45 Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan íbúðarhús í Manchester í morgun. Rannsókn árásarinnar stendur nú sem hæst. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent