Fjármálaráðherra hefur auknar áhyggjur af vaxandi styrk krónunnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2017 18:35 Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00
Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30