Manchester United getur orðið fimmta félagið til að vinna alla Evróputitlana Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2017 11:00 Pogba getur orðið hluti af sögulegum árangri United í kvöld. vísir/getty Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld þegar liðið mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar klukkan 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Með sigri fer United beint í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári en þetta er síðasta tækifæri liðsins til að komast þangað eftir að það hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og missti af Meistaradeildarsæti. Það sem meira er getur United með sigri komist í hóp fjögurra stórliða sem öll hafa unnið alla Evróputitlana þrjá sem í boði eru, eða reyndar voru, því ein keppnin er ekki til lengur. Þetta eru Meistaradeildin, áður Evrópukeppni meistaraliða, Evrópukeppni bikarhafa og Evrópudeildin, áður Evrópukeppni félagsliða. Evrópukeppni bikarhafa var sameinuð með Evrópukeppni félagsliða í Evrópudeildina árið 2004. Manchester United hefur þrívegis unnið Meistaradeildina; 1968, 1999 og 2008, en það varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1991 eftir frækinn sigur á Barcelona í Rotterdam. Evrópukeppni félagsliða eða Evrópudeildina hefur United aldrei unnið en Ajax er eitt liðanna fjögurra sem hefur unnið allar keppninnar þrjár. Ajax hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum, síðast árið 1995, Evrópukeppni bikarhafa einu sinni (1987) og Evrópukeppni félagsliða einu sinni árið 1992. Síðasti Evróputitill félagsins vannst árið 1995 þegar liðið lagði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hin liðin þrjú sem hafa unnið alla Evróputitlana eru Chelsea, Juventus og Bayern München en þau eru ekki mörg liðin sem geta enn náð þessari þrennu eftir að Evrókeppni bikarhafa var lögð niður eða sameinuð inn í Evrópudeildina.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00 Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Sjá meira
Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Manchester United og Ajax mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld. Sigurliðið fær að launum sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Ajax teflir fram ungu og efnilegu liði. 24. maí 2017 07:00
Knattspyrnuheimurinn sendir samúðarkveðjur til Manchester Heimurinn er í losti vegna hryðjuverkaárásarinnar í Manchester í gær og samúðarkveðjum hefur rignt yfir Twitter í dag. 23. maí 2017 09:15