Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Dyr verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ opnuðu í gær og var margt um manninn. vísir/anton brink Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent