Forréttindasápukúlan Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 07:00 Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn. En svo kom sprunga í sápukúluna. Á mánudagskvöldið var gerð hryllileg árás á aðstæður sem ég þekki sjálf vel. Allt í einu, og enn einu sinni, eru margir dánir sem áttu alls ekkert að deyja. Og mér líður mjög illa. Örugglega vegna þess að ég er mannleg og sjálfselsk og einföld og miða allt út frá persónulegri reynslu. Mínum heimi, þeim sem sápukúlan umlykur. Ég er stelpa. Ég var einu sinni sextán ára og ég hef farið, kát og áhyggjulaus, á stóran konsert í tónleikahöll með vinkonum mínum. Og ég er inni í sápukúlunni og þessi innanbúðarveruleiki minn er í uppnámi og þetta stingur allt sérstaklega djúpt vegna þess að þetta er svo óhugnanlega nærtækt. Þetta er mikil forréttindavanlíðan og hún skiptir kannski engu máli. Það má samt alveg finna til. Og það mikilvægasta er að leyfa ekki hatri, ótta og stundarbrjálæði að verða kærleika og rökhugsun yfirsterkari. En það má líka vera gagnrýninn á það af hverju hriktir í sápukúlunni við sumt og sumt ekki. Það má spyrja sig að því af hverju manni stendur á sama um sumt – þangað til það birtist ágengt og illskeytt í bakgarðinum. Það má æfa sig í að útvíkka sápukúluna og láta hana ef til vill stundum – ef maður treystir sér til – berast með vindinum út í buskann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Mér líður oft eins og ég sé inni í sápukúlu sem er ekki hægt að sprengja. Hún er glær, nema stundum skín sólin akkúrat rétt á hana og það sést að hún er samofin regnboganum. Sápukúlan umlykur húsið mitt og hverfið mitt og teygir sig utan um allan heiminn minn. En svo kom sprunga í sápukúluna. Á mánudagskvöldið var gerð hryllileg árás á aðstæður sem ég þekki sjálf vel. Allt í einu, og enn einu sinni, eru margir dánir sem áttu alls ekkert að deyja. Og mér líður mjög illa. Örugglega vegna þess að ég er mannleg og sjálfselsk og einföld og miða allt út frá persónulegri reynslu. Mínum heimi, þeim sem sápukúlan umlykur. Ég er stelpa. Ég var einu sinni sextán ára og ég hef farið, kát og áhyggjulaus, á stóran konsert í tónleikahöll með vinkonum mínum. Og ég er inni í sápukúlunni og þessi innanbúðarveruleiki minn er í uppnámi og þetta stingur allt sérstaklega djúpt vegna þess að þetta er svo óhugnanlega nærtækt. Þetta er mikil forréttindavanlíðan og hún skiptir kannski engu máli. Það má samt alveg finna til. Og það mikilvægasta er að leyfa ekki hatri, ótta og stundarbrjálæði að verða kærleika og rökhugsun yfirsterkari. En það má líka vera gagnrýninn á það af hverju hriktir í sápukúlunni við sumt og sumt ekki. Það má spyrja sig að því af hverju manni stendur á sama um sumt – þangað til það birtist ágengt og illskeytt í bakgarðinum. Það má æfa sig í að útvíkka sápukúluna og láta hana ef til vill stundum – ef maður treystir sér til – berast með vindinum út í buskann.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun